Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Page 76

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Page 76
Tímarit Máls og menningar Hermdarverk Júða í Esterarbók eru vísast draumar ofsótts manns og tálsýnir einar, sem enga stoð eiga sér í sögulegum veruleik þess löngu liðna tíma - valdaskeiðs Ahasverusar, það er Xerxesar Persakonmigs - en það sem mér finnst eftirtektarverðara við þessa frásögn er það, að hún gæti með örlitlum orðalagsbreytingum verið lýsing á atferli þeirra Gyðinga á okkar dögum, sem komið hafa á fót Ísraelsríki í Palestínu. Við þurfum ekki annað en líta í dagblöðin eða fylgjast með fréttum út- varpsins til að heyra dögum oftar greint frá hefndaraðgerðum - sem að vísu eru oft kallaðar refsiaðgerðir - Israelsmanna gegn Palestínuskæruliðum eða arabískum nágrönnum. Og þó fréttum við ef til vill minnst af því sem gerist. ísraelsmenn virðast geta ráðið furðumiklu um það, hvaða fréttir birtast á Vesturlöndum af ástandinu í Israel. Enn í dag, löngu eftir að meiri hlutinn af innfæddum íbúmn landsins hefur flúið heimkynni sín í Palestínu, eru Júðar Ísraelsríkis að refsa þeim áhrifa- mönnum palestínskum, sem þráast við að yfirgefa heimkynni sín, með því að reka þá úr landi sem þeir telja vera sér óþægan ljá í þúfu, yfir til Jórdaníu. Þeirra á meðal er sjálfur borgarstjórinn í Jerúsalem, er fyrir skömmu var vísað úr landi, fjöldi dómara, lögfræðinga, lækna og kennara. Þúsundir arabiskra húsa hafa verið sprengd í loft upp, m. a. hafa heil sveitaþorp verið jöfnuð við jörðu „af öryggisástæðum“ eins og það er kallað. Sagt er að venju, að skæruliðar hafi leynzt þar, og ekki er þá þörf að bíða rannsóknar málsins og enn síður dóms. Fangelsanir eru daglegt brauð, að- standendur fá engar fregnir af þeim sem handteknir eru og mánuðum saman er mönnmn haldið í fangelsi án þess mál þeirra komi fyrir dómstóla, en þegar það er gert, er það venjulega ísraelskur herdómstóll, sem um málin fjallar. Dómar eru miskunnarlitlir eða miskunnarlausir, sem ráða má af þvi, að 16 ára unglingar hafa verið dæmdir í allt að 25 ára fangavist fyrir yfirsjónir sínar. Þá er það einnig opinbert leyndarmál að pyndingum er beitt gegn föngum í fangelsum í ísrael í dag. Fyrir nokkru bárust fréttir þess efnis að ísraelskar flugvélar hefðu verið sendar í refsileiðangra til Damaskusborgar, þar sem tugþúsundir palestínskra flóttamanna hírast í hreysum skammt utan borgarmarkanna. 50 manns féllu í árásum þessum, flest konur og börn, að því er fregnir herma. Sannarlega minnir allt þetta óhugnanlega á lýsingu Esterarbókar, þar sem segir, að Júðar hafi farið með hatursmenn sína eftir geðþekkni sinni. Við íslendingar erum víst svo miklir nútímamenn, að við látum okkur fátt um finnast fréttir sem þessar - en er það raunverulega svo? Eru ekki sum 66
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.