Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Síða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Síða 86
Tímarit Máls og menningar síðan fyrir að tapa því. Smám saman báru þessar tilraunir árangur. Það var ekki nóg með að liatrið, sem vakið var upp gegn Gyðingunum, yrði til að vernda valdhafana, heldur hjálpaði það einnig til að gera fámennum, sam- vizkulausum hópi kleift að þrælbinda alla þýzku þjóðina.“ Allir vita hvað á eftir fór, útrýming 6 milljóna Gyðinga og siðan stofnun Ísraelsríkis, er réttlætt var með því, að það ætti að verða Gyðingum trygg- ing á ókomnum tímum fyrir því, að slíkir atburðir endurtækju sig ekki. Eg hef áður rætt um það, að þetta réttlætisverk var grundvallað á nýju óréttlæti, óréttlæti gagnvart íbúum Palestínu, er nú gengu inn í hlutverk hins landflótta Gyðings — eftir að þeir urðu að flýja ættjörð sína, Palestínu, 1948. Það var víðar ókyrrð í álfunni en í löndum Rússakeisara undir aldamótin síðustu. Hinar illræmdu Gyðingaofsóknir — pogroms - eins og farið var að kalla þær upp á rússnesku, en orðið merkir útrýming, virtust blossa upp á ólíklegustu stöðum. í París urðu uppþot og óeirðir, er beindust gegn Gyðing- um, en orsakir þeirra mátti rekja til Dreyfusmálsins alræmda. Gyðingar Aust- ur-Evrópu áttu að því er virtist fárra annarra kosta völ en að flýj a land eða bíða þess að verða brytjaðir niður af kósakkaliði keisarans. Þessi óveðurs- bakki á austurlofti hins evrópska stjórnmálahiminshugnaðistekki veðurglögg- um mönnum eins og Rothschild barón. Og Dreyfusmálið franska og eflirmál þess urðu til þess að rumska við mörgum makráðum auðjöfri af Gyðingaætt í Vestur-Evrópu. Það varð að sporna við því, að alda Gyðinga frá Póllandi og Rússlandi tæki sér bólfestu á þeirra áhrifasvæði í Evrópu, slíkt gæti vakið upp þann draug, sem erfitt yrði að kveða niður. Hagsmunum sínum, pólitísku og efnahagslegu öryggi, sáu þessir visu Gyðingar því bezt borgið með því að efla á alla lund þá hreyfingu, er Zionismi var kölluð, en hugmyndin að henni hafði skotið rótum í kollinum á blaðamanninum Theodór Herzl frá Budapest. Þessi hugmynd hins ungverska Gyðings var sett fram í bók hans „Gyðingaríkið“, sem varð biblía Zionismans. Lausn Gyðingavandamálsins er fólgin í því, að dómi Theodors Herzls og Zionista, að stofna sjálfstætt ríki Gyðinga í Palestínu. Riki sem yrði eins og Herzl orðar það, útvörður evr- ópskra áhrifa og menningar og pólitískt afl í Austurlöndum nær. Þetta var hugmynd, sem vert var að leggja lið, að dómi Rothschilds baróns og annarra peningafursta gyðinglegra í Vestur-Evrópu. Allra ráða var beitt til að finna hinum landflótta trúbræðrum úr Rússlandi jörð til að ganga á, bara ef hún væri ekki í Vestur-Evrópu; því var miklmn fjölda þessara Gyðinga beint til N.-Ameríku og til Palestínu, þar sem Rothschild barón keypti miklar lendur af stórjarðeigendum, er sátu að auði sínum í Damaskus eða Kairo, meðan 76
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.