Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Page 104

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Page 104
Tímarit Máls og menningar skýrar. í öðrum hluta landsins er um umtalsverða, heilbrigða þróun að ræða, en í hinum hlulanum ríkir ótrúlegt öngþveiti öfugþróunar og gífurleg mis- munun íbúanna. Á veslurhveli jarðar er munurinn á Kúbu og öðrum hlutum Rómönsku Ameríku jafnaugljós og áhrifamikill. Mér virðist, að slíkur samanburður gefi alls staðar ótvíræð svör. Hvaða niðurstöður getum við dregið af því sögulega ferli, sem einkennist af því, að þróun og öfugþróun haldast í hendur og eru hvor annarri háðar? Er nokkur raunhæfur grundvöllur fyrir „togstreitunni miklu“, sem miðar að því að lokka öfugþróuðu löndin til fylgis við annað hvort kapítalískt eða kommúnískt þjóðfélagsskipulag? Eru nokkrar líkur til, að háþróuðu, kapítal- ísku löndin geti tekið á sig rögg og sett fram raunhæfa áætlun fyrir öfug- þróuðu löndin? Ég tel að allar slíkar hugmyndir séu ópíumórar, hver sem hugmyndafræðilegur búningm- jreirra er, hvort heldur sem um er að ræða frjálslyndisskrúða frá Washington eða hempu friðsamlegrar sambúðar frá Moskvu. Ofugþróuðu löndin eru dauðadæmd, ef þau losna ekki úr greipum heimskapítalismans. Það helgast af þeirri mótsögn, að það eina, sem tekizt hefur að flytja út frá þróuðu löndunum að einhverju marki, er nútíma læknis- fræðileg kunnátta. Hún hefur auðvitað haft í för með sér fækkun dauðsfalla, þótt dánartalan sé víða enn mjög há í öfugþróuðum löndum. Framleiðni hefur ekki aukizt samfara lækkandi dánartölu, heildarframleiðslan hefur ekki einu sinni aukizt. Þannig kemur fram hin svokallaða „fjölgunarsprenging“. En samtímis henni verða engar framfarir, sem gera unnt að framfleyta auknum fólksfjölda. Það er alkunn staðreynd, að eftir 30 til 40 ár mun íbúatala jarðar hafa tvöfaldazt, hugsanlegar breytingar á fæðingartölu hafa lítil sem engin áhrif á þá þróun. Öruggt er, að meir en helmingur þessarar fjölgunar verður í öfugþróuðum löndum. Enginn maður með réttu ráði getur ímyndað sér, og reyndar ímyndar sér enginn, sem eitthvað veit um ástandið, að öfug- þróuðu löndin geti með núverandi félagslegri skipan veitt þessum aukna fólks- fjölda næringu, því síður að þeim lakist að stækka daglegan matarskammt hvers íbúa. Orville Freeman, landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt, að átt- undi áratugur þessarar aldar verði „áratugur hungursneyðar“. í áramóta- ræðu í fyrra (1966) svaraði Fídel Castró þessu þannig: „Freeman hefur á röngu að standa. Áttundi áratugurinn mun einkennast af byltingum. Því að það skiptir ekki máli, hver söguleg staða fólks er, það vill lieldur falla fyrir byssukúlu en þola langvarandi kvalir hungurdauðans.“ 94
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.