Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Qupperneq 112

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Qupperneq 112
Tímdrit Máls og menningar þau Rosmer steypa sér í fossinn. Fyrr í leiknum var hljóðlát mótsetning milli sj alsins og blómanna allt umhverfis Rebekku, en blómin hverfa. Sj aldan hefur þó veriö tekin öllu rækilegar til meðferðar þýðing og mikil- vægi leiksviðsbúnaðarins en í skýringu og sundurgreiningu Francis Fergusons á Afturgöngunum í hinu innblásna ritverki hans Hugmynd leikhússins. Þeir, sem fræðast vilja um þá eiginlegu hugmynd leikhússins á vorrnn tímum komast varla framhjá þessum ameríska bókmenntafræðingi, sem sameinar dirfsku og nána innlifun. Hann gerir Aristóteles að eins konar viðmið- un, þegar hann tekur til athugunar nokkur leikrit - hvert um sig einkennandi fyrir sinn eigin sköpunartíma. Leikrit Sófóklesar Odipus konungur verður honum ágætast klassískra verka sinnar tegundar á ölliun tímum. í þessu leikriti er hrynjandin svo duttlungakennd, að einmitt hún tjáir mannlegar aðstæður í víðtækri mynd. Harmleikurinn veitir fjölbreyttasta innsýn í mann- legt líf. En persónur eins og Bérénice hjá Racine eða Tristan og Isolde hjá Wagner, sem næst verða fyrir Ferguson, eru hver fyrir sig einungis fulltrúar fyrir brot af því, sem býr í leikriti Sófóklesar: Bérénice ímynd eða fulltrúi heilbrigðrar skynsemi, Tristan og Isolde tilfinninganna. Þessar persónur eru jafnframt tákn vissrar takmörkunar innan umgerðar sjálfs harmleiksins eða hugmyndar hans, ef miðað er við gríska harmleikinn. Hamlet er meira í ætt við skáldskap Sófóklesar; í þessu leikriti er fjölbreytni, margbreytileiki, sem ekki verður fundinn hjá Racine, hvað þá hjá Wagner. Sófókles og Shake- speare hafa báðir gengið út frá hinu sama í innstu veru skáldskapar sins: hinu trúarlega, hinu rítúala. Þeir skírskota til fornra dygða, til gamalla verðmæta og til hins sameiginlega í sjónarmiðiun og hugsunarhætti manna. Hvar kemur svo Ibsen inn i þetta samhengi bókmenntasögunnar? Ferguson slær að vísu ekki á nýja strengi, þegar hann leggur áherzlu á það, að raun- sæisleikhúsið og leikskáldskapur Ibsens - og fyrir Ibsen er raunsæi „mann- legt umhverfi nákvæmlega ljósmyndað“ - tákni stórkostlega þrengt svið, stór- kostlega smækkun hugarsviðs, sé miðað við þá Sófókles og Shakespeare. Þjóðsögnin, helgisögnin - allt hið rítúala - má teljast úr sögunni. Ferguson kemst líka - ámóla og Tennant og raunar fjölmargir nútímagagnrýnendur - að þeirri niðurstöðu, að hið Ibsenska leikhús og allt það, er þessi tvö orð tákna, sé leikhús þverstæðunnar, vegna þess að þar á ekkert að vera, sem heitir list, heldur aðeins lífið sjálft. Skilgreining og krufning Fergusons á leikritinu Afturgöngurnar táknar þó eins konar uppreisn æru fyrir höfund þess. Ferguson skilur svo glöggt á milli hinnar dýpri meiningar og inntaks leikritsins og þess takmarkaða og 102
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.