Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 24
Tímarit Máls og menningar og ári síðar kom út fyrsta bindið í kvæðabálkinum The Earthly Paradise, en þar sækir hann efnivið frá Forn-Grikkjum og miðaldasögnum ýmsum, þar á meðal Islendingasögum. Þessi flúraði, þunglamalegi og loftkenndi kveðskapur ber þó meiri svip af bókmenntum Viktoríutímans en miðalda- efniviðnum og málskrúðið gerir hann fremur óaðgengilegan fyrir nútíma- lesendur. Sigfús Blöndal bar á sínum tíma þriðja hluta The Earthly Para- dise, The Lovers of Gudrun, saman við Laxdælu sem hann er byggður á. Hann benti á að í kvæði sínu sníði Morris af helsta grófleikann og hrotta- skapinn í Laxdælu. Hjá honum sé heldur ekki að finna það einkenni Is- lendingasagna „að djúp geðshræring er eins og hulin með kaldranaskap á yfirborðinu".1 I staðinn lætur Morris Guðrúnu fara með langt eintal yfir líki Kjartans og sama gerir Bolli yfir Kjartani látnum. Sigfús telur hins vegar Morris reyna „að skilja konur og ástalíf betur, og lýsa þeim næmar og nákvæmar, en miðaldaskáldin gerðu“. Síðar á ferli sínum samdi Morris rómönsur í óbundnu máli sem hann lét líka gerast aftur í öldum. Yfir þeim er meiri léttleiki og orðfærið aðgengilegra og ættu Tolkien-aðdáendur að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi. En í heild má segja að tíminn hafi leikið skáldskap Morris heldur grátt. Hins vegar er framlag Morris til hönnunar metið til afreka. Hans er oft minnst sem upphafsmanns nútímahönnunar og barátta hans við ógagnrýna eftiröpun á skrautmunum yfirstéttarinnar átti drjúgan þátt í að beina hönn- un í skynsemisátt og gera iðnframleidda hluti einfalda, ódýra og handhæga, jafnvel þótt síðar yrði. Hann réði til sín hæfustu iðnaðarmenn samtímans í því skyni að gera framleiðslu sína sem best úr garði, hvort sem það voru ofnir dúkar, veggfóður eða listilega unnar bækur. Með þessu starfi sínu þróaði Morris aðferðir sem brúuðu bilið milli handverks og iðnframleiðslu. Enda þótt okkur finnist flest verka hans smekkleg nú á dögum er ekki laust við að skreytingar hans jaðri stundum við ofhlæði. í stíl var hann fastur í Viktoríutímanum, en hugmyndir hans og aðferðir höfðu víðtækara gildi. Gagnrýnin afstaða Morris til iðnvæðingarinnar og krafa hans um að hönn- uðurinn/framleiðandinn gjörþekkti þau efni og ferli sem beitt er eiga sér hliðstæðu í kröfum nútímans um vöruþróun og hátt gæðastig. Viðhorf til framfara Þannig var Morris ákaflega vel að sér á mörgum sviðum samtímis og það á ekki svo lítinn þátt í því að skrif hans um listþróun og þjóðfélagsmál eru í fullu gildi ennþá. Sundurbútun samfélagsins hefur sífellt aukist frá því Morris var uppi og hver og einn sér hlutina frá sínu þrönga sjónarhorni. Þá 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.