Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 29
Af hverju attum við að framleiða lélegt rauðvín ? íbúar Nowhere hafi þegið frelsi þeirra og lífskraft í arf, hörku þeirra og lífsgleði, og ást þeirra á jörðinni og mannlegu samneyti.13 Thompson tekur í sama streng þegar hann segir að framtíðarríki Morris sé „endursköpun á samfélagi „Völsunga", en villimennska þess og hjátrú hafi verið sniðin burt og það auðgað með menningu síðari alda.“14 Sigfús Blöndal býður Morris velkominn í hóp óðalsbænda í fyrirlestri sem hann hélt í Þýskalandi árið 1929: „. . . einmitt höfðingjalýðstjórnin íslenzka var í samræmi við eðli hans sjálfs. Hann var andlega skyldur íslenzku stórbændunum og höfðingj- unum á miðöldum, ríkilátum og vopnfimum, sem klæddu híbýli sín með skrautlegum veggtjöldum og fögrum tréskurði, en líka gengu fyrir vinnu- fólki sínu og voru með því við allskonar búskaparvinnu, eins og við sjáum svo oft getið um í sögunum."15 Við höfum nú vikið nokkuð að þeirri mynd sem Morris hafði af íslenska þjóðveldinu og þýðingu hennar fyrir hugmyndaþróun hans. Það er rétt að hafa í huga að Morris sótti í sama arf og Wagner og síðar nasistarnir. Norræn menning er frá og með nasismanum óhjákvæmilega lituð af ódæð- isverkum þeirra, en það má ekki villa um fyrir okkur þegar við skoðum hvernig aðrir sóttu innblástur í sama menningararf. íslandsferðirnar En þá er að líta á það sem blasti við Morris þegar hann kynntist landinu af eigin raun í ferðum sínum 1871 og 1873, en um það eru bréf hans og ferðadagbækur helst til vitnis. Ljóst er af þessum heimildum ^ð Morris heimsækir Island til að sjá með eigin augum baksvið Islendingasagna. Dag- bækurnar sýna hversu berangurslegt og hrikalegt honum þótti landið. Eftir að hafa lýst stórbrotnu landslagi Þórsmerkur, sem Morris þykir „hræðileg- ur staður“, segir hann: „Hvergi var minnstu mýkt að finna. Sannarlega var þetta þó það, „sem ég kom til að sjá,“ en samt fannst mér ég vera bugaður og eins og ég myndi aldrei komast til baka. En þessu fylgdi einnig upp- hafning og mér virtist ég skilja hvernig menn ættu að finna ímyndun sína örvast á slíkum stað, þrátt fyrir allt óhagræðið.“16 Morris verður ljós smæð mannsins gagnvart mætti náttúrunnar, en um leið finnur hann hvernig krafturinn kallar á svörun og það skýrir á vissan hátt fyrir honum tilurð íslendingasagnanna. Enda er eins og hann sjái alltaf ljómann af fortíðinni á bakvið hrjóstrugt umhverfið og örbirgð mannfólksins: „. . . hugsið ykkur hve þetta er raunalegur staður - ég á við Island - fyrir utan ánægjuna af að vera til: ferskt loftið, ferðast á hestbaki og hörð úti- vistin, og vitundin um ævintýrin - hvernig sérhver staður og nafn minnir á dauða hinnar skammlífu ástríðu og dýrðar. En þrátt fyrir allt hefur lífið 19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.