Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 37

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 37
Eftir spennufallið ur þyrfti kannski að fá einhverja þjálfun í svona rekstrarhliðinni, ég meina þetta daglega, það þarf að panta og svoleiðis . . . Guðni brosti umburðarlyndur á svip og fullyrti að það yrði leikur einn, reksturinn væri í svo föstum skorðum. - Fyrst svo er . . . sagði Aðalsteinn. Edda horfði ringluð í kringum sig. Til að segja eitthvað spurði hún loks: - Við kæmum þá líka til með að skúra og ganga frá á kvöldin? Eg meina ef svo færi . . . Þeim til nokkurrar furðu sagði Guðni að það vildi hann einmitt ekki, til þess kæmi sérstök manneskja, Guðný, og reyndar væri best að hann segði þeim strax að þó þau réðu öllu fyrir innan stokk væri alls ekki til þess ætlast að þau dveldust á staðnum lengur en til hálftólf á kvöldin, þá ættu þau umsvifalaust að loka og fara. Þetta væri eiginlega eina skiiyrði sem hann setti. Og af vissum ástæðum legði hann á það ríka áherslu. Ekki þyrftu þau heldur að gera upp kassann á kvöldin, um það yrði séð. Hann dró upp tékkhefti og gylltan penna og byrjaði að skrifa. Hann leit spyrjandi á þau. - Jæja, hvað segið þið? Aðalsteinn og Edda hikuðu ekki lengur og kinkuðu bæði kolli. Guðni fékk þeim lyklana og ávísanirnar. Hann tók föðurlega yfir um axlir þeirra beggja og klappaði þeim vinalega. Síðan beindi hann sjónum sínum upp um hillurnar, að súkkulaðinu, konfektinu, kex- inu, karamellunum, sígarettunum, og öllum varningnum. - Þið megið svo að sjálfsögðu fá ykkur af þessu öllu, alveg eins og þið getið í ykkur látið og þið skuluð umfram allt hegða ykkur í einu og öllu eins og þið væruð heima hjá ykkur. A leiðinni út staðnæmdist hann allt í einu við tvo gamla kassa sem stóðu í gangveginum. Þetta voru venjulegir eplakassar, en hjarir höfðu verið settar á lok þeirra og þeir voru læstir með hengilásum. Hann horfði á kassana og það var eins og hann myndi skyndilega eftir einhverju. - Jú, meðan ég man, eitt var það líka. Þessir eplakassar tveir sem þið sjáið hér, látið þið þá bara alveg eiga sig. Þetta er mjög mikilvægt og ég endurtek það ekki. Eg ætla ekki heldur að útskýra fyrir ykkur 27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.