Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 38

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 38
Tímarit Máls og menningar hvers vegna ég fer fram á þetta, mér ber engin skylda til þess, enda get ég ekki séð að til mikils sé mælst þó þið látið kassana í friði. En ef ég verð var við að þið hafið brotið gegn þessu boði mínu, þá verð ég að láta ykkur hætta tafarlaust. Aðalsteinn og Edda stóðu þarna með ávísanirnar í höndum og voru enn eins og í leiðslu. Þau horfðu á upphæðirnar sem á þær voru letraðar og ekkert gat lengur komið þeim á óvart. Þessi undar- lega krafa um að þau reyndu að stilla sig um að gramsa í gömlum eplakössum hljómaði eins og hvert annað sjálfsagt réttlætismál við þessar aðstæður. Þau byrjuðu í sjoppunni strax morguninn eftir, klukkan ellefu. Að- alsteinn var búinn að hringja í vinnuveitanda sinn og kveðja hann með litlum söknuði. Edda gat líka auðveldlega losað sig af barna- heimilinu þó fyrirvarinn væri í styttra lagi, enda átti hún inni langt sumarfrí. Aðalsteinn og Edda voru ekki lengi að ná tökum á daglegum störfum í sjoppunni. Afgreiðslustörfin gengu greiðlega fyrir sig og örtröð var aldrei veruleg. Það var ákaflega sjaldan sem neitt óskemmtilegt kom upp á. Jafnvel pantanirnar sem Aðalsteinn hafði haft áhyggjur af virtust einhvern veginn ganga eins og af sjálfu sér. Það var eins og fyrirtæki og sölumenn fyndu alltaf á sér hvað vant- aði hvenær. I stuttu máli sagt, allt var eins og lagt upp í hendurnar á þeim á þessum stað. Þau sinntu starfinu vel og nutu góðs af aðstöðunni í griðastaðn- um, sjálfum sér til andlegrar og líkamlegrar uppbyggingar. A slaginu hálftólf kvöld hvert yfirgáfu þau staðinn og þurftu síðan ekki að mæta fyrr en klukkan ellefu morguninn eftir. Þá sáu þau ævinlega að einhver hafði komið um nóttina, skúrað og ryksogið gólfin og tekið til hátt og lágt. Eins var jafnan búið að tæma peningakassann, en þess þó alltaf gætt að skilja eftir hæfilega upphæð í skiptimynt. Þetta gat varla verið léttara. Það kom því fljótt í ljós að þau gátu deilt með sér vinnunni, verið við afgreiðslustörfin til skiptis, eftir því sem þeim sjálfum hentaði best. Með því móti gafst þeim stór- aukinn tími til að sinna eigin hugðarefnum. Edda fór meðal annars að stunda líkamsrækt, tölvunámskeið og þjóðbúningagerð og Að- alsteinn gat rækt mun betur en áður starf sitt í Hjálparsveitinni. Nú 28
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.