Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 39
Eftir spennufallið komst hann á allar æfingar og í mjög margar leitir, en á þessum misserum varð æ algengara að hinar ýmsu hjálparsveitir væru kallað- ar út til að leita hver að annarri eftir velheppnaðar æfingar. Fljótlega var hann farinn að gegna mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveitina. í byrjun hvers mánaðar birtist Guðni, alltaf jafn alúðlegur og elskulegur, og borgaði þeim skilvíslega umsamin laun. Flann tyllti sér oft hjá þeim og rabbaði góðlátlega um daginn og veginn. Þegar frá leið og áreiðanleiki Guðna varð ekki lengur véfengdur fóru Aðalsteinn og Edda að finna æ betur í hvílíkan lukkupott þau höfðu dottið. Efnahagurinn blómstraði, þau gátu veitt sér margt sem áður hafði aðeins verið fjarlægur draumur. Loksins gátu þau farið að leggja eitthvað fyrir og ekki leið á löngu þar til þau áræddu að fjárfesta í góðri íbúð sem var í smíðum. Aðalsteinn var þar löngum og lagði gjörva hönd á margt til að flýta fyrir væntanlegum flutningi þeirra. Þau hlökkuðu mikið til að losna úr kjallaranum hjá frænku Aðalsteins þar sem þau leigðu. Það eina sem talist gat ofurlítið neikvætt þegar til lengdar lét var að vistin í sjoppunni vildi stundum verða dálítið daufleg, enda sjald- an mikið um að vera. Það var helst Edda sem fann fyrir þessu þegar hún var ein. Bæði var hún mannblendnari en Aðalsteinn og hafði meiri þörf fyrir að hitta fólk, og eins varð því ekki neitað að hann hafði tilhneigingu til að láta störfin í sjoppunni færast yfir á Eddu í æ ríkari mæli, bæði vegna Hjálparsveitarinnar og eins vegna íbúðar- innar. Og hún gat ekki endalaust unað sér við lestur, hannyrðir, myndbönd, útvarp eða sjónvarp. Vinkonur átti hún fáar og þær á kafi hver í sínu basli annars staðar og því sjaldan eða aldrei hægt að fá þær í heimsókn. Stundum reyndi hún að fitja upp á samræðum við viðskiptavinina, en þeir voru yfirleitt á svo mikilli hraðferð að það mátti heita gott ef hún gat sært út úr þeim eina og eina athuga- semd um veðrið eða verðlagið. Sölumenn, útkeyrslumenn og rukk- arar sem í sjoppuna komu voru líka allir fremur þumbaralegir, fannst henni. Hún kvartaði stundum yfir þessu við Aðalstein, en honum fannst hún meira en lítið vanþakklát að kunna ekki betur að meta þessa frábæru aðstöðu sem þau nutu eftir að Guðni hafði komið inn í líf þeirrá. Hann hvatti hana til að reyna að nýta sér betur bókasafnið, hlusta á göfuga tónlist eða skoða ódauðlegar kvikmyndir. 29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.