Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 48
Tímarit Mdls og menningar þær eða dæmdu þær ólæsilegar. Það má kannski segja að fyrir þá hafi þessar bækur verið ólæsilegar, því þær voru gjörólíkar skáldsögum sem þeir höfðu vanist. En svo gerðist nokkuð undarlegt frá sögulegu sjónarmiði. Um leið og bækur okkar fóru að koma út hjá sama útgáfufyrirtæki, var allt í einu farið að taka mark á okkur, eins og af okkur nýsöguhöfundum stafaði einhver hætta af því við vorum hópur. Þið munið eftir því í Biblíunni, þegar Jesús hittir púkann og spyr hann að nafni. Púkinn svarar: „Nafn mitt er legíó, því við erum hersing." Það var nákvæmlega hið sama sem átti sér stað þá, í bókmenntalífi Parísar. Við vorum djöflar . . . og fjölmennir. Því var sagt að við værum eins konar hryðjuverkafólk, sem afneitaði bókmenntaarfleifð- inni, og átti þann draum einan að eyðileggja allt. Þetta vakti furðu okkar, því það sem við nýsöguhöfundar áttum sameig- inlegt, burtséð frá bölvun gagnrýnenda fyrir brot á sömu reglum, var aðdá- un á mikilhæfum rithöfundum úr fortíðinni eins og William Faulkner, Jorge Luis Borges, Franz Kafka, James Joyce og Marcel Proust. Það var því alrangt að við höfnuðum bókmenntaarfleifðinni. Það vildi svo til að bókmenntarýnendurnir, sem þá réðu ferðinni í Frakklandi, höfðu ekki lesið bækur þessara höfunda eða álitu þá jaðar- menn. Þó ágætar þýðingar á þessum bókum væru til, var þeim ekki hamp- að af gagnrýnendum og almennt voru þær ekki lesnar, enda álitnar ólæsi- legar. A mjög skömmum tíma komumst við nýsöguhöfundar í ákaflega undarlega aðstöðu: Við vorum frxg, en enginn las bækur okkar! Þetta einkennilega ástand varði í tíu ár. Eg gat varla opnað dagblað án þess að lesa eitthvað um sjálfan mig. Samt sem áður las enginn bækur mínar. Fjórða skáldsaga mín, La Jalousie (Afbrýðisemin), kom út þegar ég var hvað mest „í tísku“. A fyrstu tólf mánuðunum, seldust ekki nema 300 eintök af bókinni, og það í öllum hinum frönskumælandi heimi. 300 eintök seld af bók eftir rithöfund sem sífellt er verið að skrifa um í blöðunum! Þið hljótið að sjá hvað þetta er undarlegt. Listaverkið og viðtakendur þess Ég komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að þetta væri ósköp eðlilegt. Þegar listamaður kemur fram með eitthvað alveg nýtt er sannarlega enginn fyrir til að taka við því. Þegar Van Gogh málaði myndir sínar, fúlsuðu allir við þeim, listaverkasalar, safnarar, listasöfn. Hann hafði skapað alveg nýja myndlist og enginn var tilbúinn að veita henni viðtöku. Verk Van Gogh voru ekki ætluð viðtakendum eins og þeir voru þegar listaverkin voru 38
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.