Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 55

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 55
Að skrifa gegn lesendum Það má reyndar bæta því við að í skáldsögum Balzacs er miklu meira af dauðum hlutum en í bókum mínum, og hann eyðir miklu bleki í lýsingar á þeim. Lýsing Balzacs á hlutum er einmitt í anda húmanískrar vitundar, þ.e. að hlutunum er ávallt lýst út frá persónunni sem á þá og í þeim tilgangi að miðla til lesandans upplýsingum um þessa persónu. Algengt er að franskir lesendur sleppi lestri á lýsingum hjá Balzac, eða láti sér nægja að hlaupa yfir þær á hundavaði, þar til kemur að samræðunum. Að vissu leyti er þetta alveg rökrétt, því í samræðunum koma fram sömu upplýsingar um þjóðfé- lagsstöðu og manngerðir, sem hlutlýsingunum er ætlað að veita. Lesandi sá sem ætlaði sér að beita sömu aðferð á mínar bækur, t.d. á La Jalousie, færi á hundavaði yfir bókina allt til enda og segði þá: „Hvað gerðist eiginlega?" - Það sem gerðist var að lýsingarnar í bókum mínum þjóna alls ekki sama tilgangi og í bókum Balzacs. I stað þess að veita upplýsingar um skapgerð persónanna, er lýsingunum í bókum mínum ætl- að að tjá ákveðið samband við heiminn, ekki út frá því hvaða hlutum er lýst, heldur út frá því bvemig þeim er lýst, hvernig sagt er frá - hvernig talað er í verkinu. Nýsaga og nýsjdlfsævisaga A sjötta áratugnum, og eitthvað fram á sjöunda erum við sem sagt ákaflega þekkt, en enginn les bækur okkar. Svo hættum við smám saman að vera í tísku og þá fer lesendum hægt og rólega að fjölga. Nú, að liðnum þremur áratugum, er svo komið að lesendahópur okkar er orðinn miklu stærri en nokkurs metsöluhöfundar í Frakklandi. Bækur okkar eru ekki metsölu- bækur, heldur langsölubækur. Þær seljast lengi. La Jalousie seldist aðeins í 300 eintökum fyrsta árið eftir að hún kom út, en nú hafa selst meira en 200 000 eintök af henni, og það einungis af frönsku útgáfunni, en einnig hefur hún verið þýdd á meira en 30 tungumál. Beckett og Simon hafa báðir hlotið Nóbelsverðlaunin. Marguerite Duras varð heimsfræg þegar bók hennar, L’Amant (Elskhuginn), kom út og seld- ist í tveimur milljónum eintaka, sem er meira en nokkur metsölubókafram- leiðandi getur státað af. Sjálfur get ég vel við unað. Nýsöguhöfundar veðj- uðu á það að ný tegund bókmennta myndi skapa nýja lesendur. Þetta veðmál hafa þeir nú unnið. Svo gerist það nú á þessum áratug, eða seint á síðasta, að þessir höfundar fara allt í einu að segja frá ævum sínum. Claude Simon skrifar Les Géorgi- ques, en þar blandar hann eigin endurminningum úr spænsku borgarastyrj- öldinni og seinna stríði við æviatriði forföður síns, hershöfðingja í frönsku 45
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.