Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 65
Helga Kress
Dæmd til að hrekjast
Um ástina, karlveldið og kvenlega sjálfsmynd
í Tímaþjófnum eftir Steinunni Sigurðardóttur
Sumir eru marxistar og sumir trúa á guð
en ég virðist hafa trúað óvart á ástina
og sjáðu hvernig hún lék mig1
Þessum orðum Oldu í Tímaþjófnum eftir Steinunni Sigurðardóttur er beint
til Antons, þess manns sem hún elskar og hefur yfirgefið hana, en þau eru
einnig og um leið særing til lesenda sem eiga að skilja og sjá. Þannig opna
þau svið bókarinnar sem einmitt fjallar um skilyrði ástarinnar og hversu
erfitt hún á uppdráttar í karlstýrðu þjóðfélagi. I þessum orðum líkir Alda
ástinni við trúarbrögð, og þau eru tvenns konar: Annars vegar trú á guð,
sem samkvæmt Tímaþjófnum er ekki til, og hins vegar trú á ákveðnar og
fastmótaðar kennisetningar, á pólitík, sem — eins og bókin sýnir fram á, er
trú Antons og þeirra sem stjórna. Sjálf velur Alda þriðja kostinn. Hún trúir
á tilfinningar, nánar tiltekið ástina, og kemst ekki upp með það. Hún ferst.
I Tímaþjófnum er ástinni hvað eftir annað líkt við trúarbrögð. Og það
eru trúarbrögð þar sem tilbeiðslan beinist að karlmanni. „Þú varst Jesú“
(152) segir Alda við Anton, og er það jafnframt fyrirsögn kafla þar sem hún
lýsir yfir skilyrðislausri ást sinni á honum og leitast við að útskýra hana:
Hvernig ætti að elska annan en þig? Þig sem ert stærri en stærðirnar. Þig
sem ég leit upp til. Eg hef aldrei litið upp til neins nema þín. Til hjartans í þér
og höfuðsins. Og ég tyllti mér á tá. Eg teygði mig. (152)
Þetta kemur einnig fram í myndmálinu sem oft er hlaðið skírskotunum í
Biblíuna:
Ást hans, af því það er ást, ég veit það, ég finn það, hún er á bjargi. Getur
ekki runnið út í sandinn. (57)
Hins vegar neitar Alda að trúa á Anton sem pólitíkus. Þar birtist hann
henni aðeins um fjölmiðla og úr fjarlægð, „svarthvítur" (108) á myndum í
blöðunum eða sem „digur karlarómur" (111) í yfirborðslegum viðtölum í
55