Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 82
Tímarit Máls og menningar Sá sem ekki er horft á, viðfang fyrir gláp, er með öðrum orðum ekki til. I samræmi við þetta eru áberandi skipti milli 1. og 3. persónu í sjálfum frásagnarhættinum. Það er eins og Alda (sagan?) geti ekki gert það upp við sig hvort hún eigi að líta á sig að utan með augum annarra eða frá sjálfri sér, þ.e.a.s. hvorn líkamann hún eigi að velja. Þannig er því hvað eftir annað lýst þegar Alda gengur inn í sjónmál kennarastofunnar, og þá einkum Antons, en það eru augu hans sem hún vill vinna: Bangsímon Öldu í rauðri peysu í bláu reykskýi að totta pípuna. Það glittir í lífræn augu, eitt sinn ólífræn mér. Þau beinast að dúðaðri Öldu gangandi í salinn. Fyrst úr gærukápu, síðan stígvélum og lopasokkum. Brúna hárið hellist áfram vangaveginn að mér álútri (39). Hér sem víðar fylgjast hennar eigin augu vandlega með augnaráði ann- arra, og hún er sífellt að taka sig út. Og hún kemur ekki inn á vinnustað sinn á neinn hversdagslegan hátt, heldur „gengur í salinn" (17, 39, 64), þ.e. gerir „entré“! Og með augu viðstaddra horfandi á sig. Kennararnir á kennarastofunni eru allir karlkyns, þ.e.a.s. gláparar, nema Hildur leikfimikennari — fulltrúi kroppsins. Við hana er Alda í keppni, vegna þess að hún er með rass sem Anton horfir á: Ég geng í salinn kortér yfir tólf. Lítill doktor í eðlisfræði sem hafði skamma viðdvöl í járnrúmi landlæknishjónanna væflast hugfanginn um. . . Innkoma hjá Hildi leikfimikennara. (64) Anton kemur inn, og hann bara „kemur“ (64), stundar ekki innkomur eins og þær Hildur og Alda. En svo bregður við að augnaráð hans beinist að vitlausum stað, af þeim tveimur sem um er að ræða. Hann horfir ekki á Öldu, heldur „kúlurassinn á Hildi íþróttafrömuði" (65). A þetta horfir Alda, talar við hann í huganum og biður hann að segja sér hvort það hafi verið „nauðsynlegt að fixera augnaráðið á líkamsparta Hildar h.f.“ (65). Með þessari líkingu gerir hún hana að hlutafélagi og vöru! Hlutgerðu við- fangi gláps. Úr þessu „náttúrlega umhverfi" hans vill hún líka taka hann „og fara með hann í Skjólin“ (32). I vitund Öldu (og sögunnar) eru nemendurnir líka fyrst og fremst karl- kyns: „Þýskutíminn hjá drengjunum í sjötta bé gengur vonum framar“ (26) segir á einum stað þar sem rætt er um bekkinn í heild. Eins og kennararnir eru þessir drengir líka gláparar: „Eg var komin í svarta þrönga prjónakjól- inn sem ég ætlaði að ögra piltunum í sjötta bé með“ (111). Og þeir „þrá hana leynilega hver í kapp við annan“ (13). Eini kvenkyns nemandinn sem kemur við sögu er Lísa sem þrátt fyrir 72
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.