Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 87
D<emd til að hrekjast
Einsog hann væri dirty old man sem hefði boðið henni upp og hún yrði að
afplána klámfenginn dans, þar til hljómsveitin byrjaði á nýju lagi. Þegar
dauðinn kleip hana lostafullur horfði hún utanviðsig yfir öxlina á honum og
þóttist ekki taka eftir neinu. (145)
Og síðar hugsar hún um dauða sjálfrar sín:
Eg kvíði því hvernig hann kemur. Eg kvíði því þegar lostafullt gamal-
mennið kemur að dónast við mig með ljáinn um öxl í lokasennunni. (164)
Engu er engu líkara en sú ofuráhersla sem Alda leggur á Anton og
augnaráðið hafi áhrif á það hvernig hún sjálf horfir og sér. „Minningin um
þig . . . byrgir auganu eigin sýn“ (90), segir Alda í bréfi frá Barcelona. Það
grúfir „grár mökkur yfir borginni" og „persónulega finnst" henni „hvorki
fagurt né skemmtilegt“ í þessari „fegurstu og skemmtilegustu borg heims"
(90). Þegar hún er ekki að horfa á sjálfa sig í spegli eða með augum annarra
er eins og hún sjái veröldina í móðu og aðskilda sér, gjarnan gegnum rúðu
eða hvers kyns gler (fósturhimnu?). Þetta geta verið gluggarnir á húsinu
hennar í Skjólunum, glugginn á kennarastofunni, gluggar á hótelherbergj-
um, lestum, flugvélum eða bílum. I bíl Antons „kvöldið fyrir lengsta dag-
inn“ er borgin „brakandi, glerheimur, séð gegnum linsu“ (78). Oft er þess-
um rúðum lýst sem römmum utan um mynd. Gott dæmi um þetta er
lýsingin á því þegar Alda liggur í rúminu á hótelherbergi sínu, líklega í
New York, og horfir út um gluggann á húsið á móti brenna. Samtímis
horfir hún á þennan sama bruna í sjónvarpinu:
Húsið á móti hótelinu brennur
við sírenu
undirleik.
Logarnir leggjast
á glugga næsta húss.
Eg róleg í rúminu
horfi á sama bruna í sjónvarpinu.
Svo útum gluggann.
Minn gluggi rammar inn
tvö háhýsi.
Háhýsin ramma inn tré, númer eitt,
fjallaröð númer tvö
og skýin þar fyrir ofan.
77