Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 92
Tímarit Máls og menningar mörkum þess að vera viðurkenndur í þjóðfélagi sem skammtar konum aldur. Alda lætur sér einnig detta í hug að það sé vegna aldursins sem hann verður henni fráhverfur: „Ertu praktískur í ástinni? Er það aldurinn? Þú sem veist best að við öldurnar erum aldurslausar?" (87). Eftir afmælið sitt þarf hún á styrk að halda, og hann sækir hún í náttúruna, fremur en umhverfið og annað fólk. Eftir gönguna í gjánni er hún „nýorðin þrjá- tíuogsjö ára ný, ekki gömul“ (31). I seinna afmælisboðinu á kennarastofunni óskar litli eðlisfræðingurinn henni „til hamingju með sonarkossi á kinn“ (175): Hvað ertu gömul Alda mín, spyr hann. Áttatíuogeins, segi ég. Það vekur mikinn fögnuð við borðið (175) Að verða áttræð er hámark þess óhugnaðar sem felst í aldrinum. Þegar hún býður Antoni heim til sín í hádegisverð sýnir hún honum mynd af sér sem barni: „A þeirri mynd er öll gleði úr sjö ára andliti. Það er lokað og myrkt af þjáningu heimsins. Attrætt andlit“ (34). I vitund Oldu tengist aldur dauða. Á afmælunum sínum hefur hún það fyrir stafni „að setja rósir á leiðið okkar, buslandi á heilsársbomsum í haustlitum jarðar" (146). En kvíðinn sem fylgir aldrinum tengist einnig því að Alda er barnlaus kona að komast úr barneign. Og tíminn er að verða útrunninn sem hún getur eignast barn/son með Antoni. Við seinni skóla- setninguna, sjö árum eftir þá fyrri, horfir hún á Anton sem brosir til henn- ar „einsog ekkert hafi í skorist" (144): Samt veistu vel að nú er sonur okkar úr sögunni. Þú verður auðvitað að taka afleiðingum af því að fara frá mér, meðan tíminn var til. (144) En einnig þar, í þeirri þrá, er hún undirlögð augnaráðinu: „Barnaðu mig bangsi svo ég fái vagn tilað ýta í bílljósaskímu" (55), hugsar hún þegar hún sér konur keyrandi barnavagna meðfram sjónum. A sama hátt og hún telur dagana fram að brottför Antons og einnig þá sem hann er í burtu, telur hún niður líf sitt undir lok sögunnar. Hún gerir einsársáætlun, og „í mínu tilfelli,“ segir hún, „þá drep ég mig ekki, heldur stytti mér aldur“ (174). I dauðanum ákveður hún sjálf sinn tíma, um leið og hún skýtur hinum línurétta tíma sagnfræðinnar og stjórnmálanna ref fyrir rass. Hún hefur jól á vitlausum degi, þ.e.a.s. 21. desember sem var fyrsti dagur þeirra Antons saman. Búin að leggja á jólaborð fyrir tvo bíður hún eftir „að bjöllurnar hringi klukkan sex“ svo að hún geti „byrjað á rjúpunum" (187): 82
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.