Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 106
Daniéle Sallenave Kalsavor Dag nokkurn í lok mars, þegar Tómas var á leið heim eftir Gobelins- götu, fylltist hann skyndilega þeirri vissu að hann kæmist ekki lengra. Þegar hann leit í kringum sig (í skerandi birtunni), kom hann auga á bekk með hálfflagnaðri grænni málningu við næsta götuhorn, gekk þangað og settist niður. Ekki fannst honum hann vera slappur, síður en svo, né heldur óvenju þreyttur, hann komst einfaldlega ekki lengra. Þegar hann var sestur, fékk hann ákafan hjartslátt og svimaði dálítið, rétt eins og hann hefði rámað í mistök eða hann hefði hitt einhvern óvænt, en brátt leið þetta hjá. Astæðulaust rót komst á tilfinningar hans, rót sem olli því að honum fannst hann tómur að innan, máttfar- inn, úti á þekju. Hann slengdi sér aftur á hart bekkbakið, fann hvernig trésláin sökk í bak hans, og leit til himins. Hátt uppi virtist flugvél á vesturleið skjótast frá einum skýjabakkanum til annars og skildi eftir sig tvöfalda rák sem brátt leystist upp í hnoðra. Tómas beindi augna- ráði sínu með herkjum niður á gangstéttina, þvínæst út á götuna þar sem óslitin röð bíla náði alla leið út á Italíutorg, en yfir þeim lá þéttur skýjabakki sem sveif líkt og efnislaust í sviftivindum háloftanna. Enn leit hann niður og reyndi að hafa augun af þessari stöðugu hreyfingu sem olli honum svima og vakti hjá honum löngun til að hverfa upp í grámósku himinsins. Hann lokaði augunum, en fann til samskonar grámósku innra með sér og opnaði augun aftur skelfingu lostinn; hann reyndi að horfa á fótleggi sína, fæturna í skónum, rykfallin brotin í mjúku leðrinu, síðan á hendur sínar sem hann hafði lagt flatar á lærin, svona hvítar, slappar, hrukkóttar, líkt og afhöggnar. Hann hreyfði fingurna svo lítið að varla sást, glennti þá í sundur, og honum fannst sem þeir hlýddu skipun hans treglega, líkt og þeir héldu sig í fjandsamlegri fjarlægð frá honum. Loks lyfti hann þeim í augn- hæð, þrýsti þeim saman aftur og stakk þeim á kaf í vasana á vetrar- frakkanum sínum. Honum var kalt, en leið á vissan hátt vel. Hann ætlaði aðeins að hinkra við og halda síðan áfram. Skyndilega komst aftur ástæðulaust rót á huga hans: sömu innantómu áhyggjurnar, kvíði útaf framtíðinni, minning um óhapp, og þessar áhyggjur lögðust á 96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.