Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 108

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 108
Tímarit Máls og menningar Hann teygði úr fótleggjunum, eins og hann gat; og þótt takmörkuð væri fannst honum hreyfingin aldrei ætla að taka enda. Hávaðinn umhverfis hann var nú orðinn slíkur að hann heyrði ekki þegar sólarnir á skóm hans strukust eftir sendnum jarðveginum; og það var sem hann hefði glatað síðasta sönnunargagninu fyrir því að hann væri efnislegur og hefði loks fundið lykilinn að lausninni. Hann varð skyndilega allur léttari innvortis, líkt og hann hefði hlotið fyrirgefn- ingu; allt var í himnalagi og hann þurfti bara að láta sig fljóta með. Hann var upphafinn af þessari hugmynd: honum fannst að hún ein gæti fært honum kraftinn á ný. Hann lokaði augunum aftur, en nú voru þau böðuð mildu, hlýju ljósi, rétt eins og á morgni um mitt sumar þegar sólargeisli þröngvar sér í gegnum gardínur sem maður hefur ekki nennt að draga frá. Skarkalinn frá borginni umlék hann allan, en hann gerði ekkert til að koma í veg fyrir það; húðin á enni hans, kinnum og höku stífnaði í svölum vindgustinum. Hann fann hvernig hluti af honum sjálfum var þegar tilbúinn að hverfa út í strauminn, að láta berast af stað með hlutunum, leysast upp í öllu sem er. Hann fann jafnvel að hann reyndi að átta sig á hvert allt stefndi svo hann gæti slegist í hópinn, en það gekk illa. Hann var við það að hrista af sér slenið, þegar mátt dró úr honum aftur, eða slenið klesstist öllu heldur framan í hann eins og drullusletta. Hann dró aðra höndina með erfiðismunum upp úr frakkavasanum og strauk henni eftir andlitinu, eftir hrjúfu og köldu yfirborðinu sem strengdist yfir kinnbeinin, en lá í fellingum á kinnunum neðanverðum og á hálsinum. Hann kunni illa við líkama sinn, fannst hann vera gagnslaus, framandi; og hann gerði sér grein fyrir því að honum yrði ekki óhætt fyrr en þessi óhrjálegi holdbingur stæði ekki lengur milli hans og heimsins, fyrr en hann væri búinn að losa sig undan kenjum hans og tiktúrum. Líkami hans reisti sig upp milli hans og heimsins, og honum fannst hann sitja í skuggan- um frá honum, líkt og í forsælu undir tré. Samt var eitthvað innra með honum sem leitaði út; eitthvað efnislaust sem geislaði og skein líkt og krafturinn þarna uppi sem stafaði geislum sínum um himinhvelfing- una og kom vindum og vatni á kreik. Ef hann ætlaði þangað varð hann að losa sig við þennan vanstillta líkama sem sökum þreytu var fastur við bekkinn í tærri birtu vorsins, og þá gæti hann hafist upp og fundið þann léttleika sem seiddi hann til sín. En til þess að þessi stirði og sársaukafulli líkami næði ekki aftur valdi á honum yrði hann að hreyfa 98
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.