Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Qupperneq 113

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Qupperneq 113
Að vera tvíkynja og deyja aldrei heiminum. Hér í Frakklandi hafa rithöfundar stundum verið of uppteknir af forminu og það hefur komið niður á innihaldinu. F. R.: Má skilja þetta sem pillu til nýsögumanna? D. S.: Nei, spurningin um nýsögumennina er ekki svo einföld. Eg veit vel að meðal nýsögumanna, og ekki þeirra minnst þekktu, eru menn sem telja að bókmenntir eigi ekki að tjá hugsun, að þær eigi einungis að vera leikur með form. Það segir Nóbelsverðlaunahafinn Claude Simon til dæmis. En það er ekki það sem hann gerir. I bókum hans koma fram mjög skýrar og ákveðnar hugmyndir um veröldina, um styrjaldir, samskipti kynjanna, stöðu mannsins í heiminum og margt fleira. Hann skrifar um þetta á hreint snilldarlegan hátt, en er um leið afskaplega varkár, eins og dálítið dulur. F. R.: Þannig að þú leitar frekar fanga hjá erlendum rithöfundum. D. S.: Ég leita ekki fanga hjá þeim, heldur finn ég til andlegs skyldleika með þeim. Ég er þó umfram allt franskur rithöfundur. Franskan er annað og meira en tungumál mitt, hún er mitt föðurland. Mér þykir vænt um þetta mál og reyni sífellt að ná betra valdi á því. Það að skrifa er líka þetta: að efla sambandið við sitt eigið mál. Enginn fær tungumálið í arf, heldur þarf hann að ávinna sér það. Við fæðumst inn í eitt eða annað tungumál, en verðum ávallt að leggja vinnu í það, tileinka okkur það. Ég stend nærri ýmsum textum frá 17. og 18. öldinni hér. Það sem mér er víðs fjarri, er kenningahjal ýmissa samtímamanna um bókmenntir. Ég hreifst af bókmenntum landa sem ég hafði engin fyrirfram gefin tengsl við, en þar sem ríktu skoðanir svipaðar mínum um bókmenntir: bókmenntir kallast það að hugleiða heiminn á tilteknu tungumáli. F. R.: Það er ekki nóg með að ýmsir erlendir rithöfundar hafi heillað þig, heldur líka kvikmyndagerðarmenn eins og Pier Paolo Pasolini. Hvers vegna einmitt hann? D. S.: Pasolini heillaði mig í skrifum sínum vegna þess að hann var einn af fyrstu hugsuðunum til að velta fyrir sér sambandi menningar og fjölmiðla. I bókinni „Divina Mimesis" sem gefin var út upp úr 1970 hugleiðir hann stöðu ítalskrar menningar gagnvart fjölmiðlum, einkum tæknimáli sjónvarpsins. Nú er þetta mál á allra vörum, en Pasolini velti þessu fyrir sér langt á undan samtímamönnum sínum. F. R.: Italía og ítölsk menning skipta þig miklu, er það ekki? D. S.: Ég ferðaðist mikið um Ítalíu á árunum eftir að ég lauk námi og varð fyrir djúpum áhrifum af ítalskri menningu í orðsins fyllstu merkingu. Eink- um var Róm mér hugleikin um árabil. Ég velti fyrir mér stöðu Rómar innan Evrópu og afstöðu Evrópubúa til Rómar. Barokktímabilið í Róm heillaði mig og ekki síst hvernig hægt er að fylgja þróun barokksins um Evrópu. Þessi barokkáhugi varð til þess að ég tók ástfóstri við ýmsar aðrar borgir en Róm, 103
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.