Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Qupperneq 114

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Qupperneq 114
Tímarit Máls og menningar einkum Prag. Ahugi minn á Rómarborg tengdist líka því að ég fór að lesa sögu Evrópu, allt frá hruni Rómarveldis og fram á okkar daga. Mér finnst lokaskeiðið í sögu rómverska heimsveldisins mjög áhugavert, því Evrópa okkar daga líkist um margt Róm rétt fyrir lok heimsveldisins. Mér sýnist að margt svipað sé að gerast hér nú eins og í Róm þá. F. R.: Hvað áttu við? D. S.: Þegar Rómarveldi riðaði til falls stóðu heilmiklar leifar frá blóma- skeiðinu eftir, m. a. byggingar sem eftirkomandi kynslóðir botnuðu ekkert í. Ibúar Rómar á miðöldum vissu ekkert hvaða furðufyrirbrigði Colosseum var. Þeir bara bjuggu þarna. Eg hef talsvert ferðast um Mið-Evrópu og hef þá rekist á svipað fyrirbrigði: fólk sem er búið að glata lyklinum að eigin landi, slíta sambandinu við eigin fortíð. F. R.: Þú hefur skrifað talsvert um samband kvikmynda og bókmennta. Hvaða áhrif hafa kvikmyndir, „sjöunda listgreinin“, haft á skrif þín? D. S.: Eg vil nú ekki fara að gefa mig út fyrir að vera neinn kvikmynda- fræðingur. Eg fer oft í bíó og ann kvikmyndalistinni, en ég hef alls ekkert tæknilegt vit á henni. Raunar hugsa ég að ljósmyndin hafi haft meiri áhrif á ritverk mín en kvikmyndin. Það sem heillar mig við ljósmyndina er hvernig hún rammar af, stöðvar, kippir augnabliki út úr hringiðu lífsins og gerir það eilíft. F. R.: Kvikmyndin hefur engu að síður haft áhrif á þig, er það ekki? D. S.: Minna en sumir virðast halda. Ef til vill hljómar það dálítið hroka- fullt, en mér finnst kvikmyndin vera ívið ómerkilegri listgrein en bók- menntirnar. Bókmenntirnar ganga lengra en kvikmyndin. Sjálfur Orson Welles sagði meira að segja að kvikmyndalistin væri barnaleikur miðað við bókmenntirnar! Eg tek nú ekki svona djúpt í árinni! En það er samt sem áður grundvallarmunur á góðri kvikmynd og góðri skáldsögu: í góðri skáldsögu felst hugsun, hún hugsar heiminn, en kvikmyndin getur aðeins vakið til umhugsunar. Það þarf að hugsa hana eftirá. F. R.: A einum stað í skáldsögunni Skuggi af lífi er önnur aðalpersónan, Laure, stödd í brúðkaupsveislu. Þar sýnist mér að augum Laure sé beitt eins og linsu á kvikmyndavél: „Augnaráð Laure beindist að þéttri röð höfða, rauðþrútnum andlitum, munnum á iði, það færðist upp eftir veggnum sem var þakinn ósmekklegu veggfóðri, hún ímyndaði sér flatt þakið á húsinu og ofan við það litlaust þak skýjanna sem ekki lá yfir þeim lengur; og enn ofar, miklu ofar, ímyndaði hún sér að sólin stafaði geislum sínum um himinblám- ann. Þvínæst beindi hún augnaráðinu aftur niður í ringulreiðina í borðsalnum sem krakkarnir voru smátt og smátt að yfirgefa: birtan að utan myndaði daufan ferkantaðan blett á gólfinu; úti í garði dönsuðu yngstu krakkarnir 104
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.