Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 116
Tímarit Máls og menningar hennar öll sín fegurstu ljóð en gat stöðu sinnar vegna ekki fengið hennar. Laure de Noves var holdtekning æðstu drauma skáldsins og var honum því eilífur innblástur. Laure í skáldsögu minni er hins vegar gerólík. Hún veitir Pierre engan innblástur. Hún veldur honum hugarórum, en verður ekki til þess að hann komi fleiru í verk en áður. F. R.: Svipað þema er að finna í næstu skáldsögu þinni þar á undan, Gúbbíóhliðunum. D. S.: Rétt er það. I þeirri bók er aðalpersónan efnilegur tónlistarmaður sem aldrei nær því að verða nema efnilegur. Hann er elskhugi giftrar konu sem nefnist Béatrice, rétt eins og Béatrice sú sem Dante orti sem mest til. Og Béatrice sú sem ég bjó til var tónlistarmanninum ekki innblástur, eins og Béatrice var Dante. Þessi tvö dæmi sýna vel hvernig ég leik mér og geri grín að ástarsælunni. En ég er um leið að reyna að draga upp mynd af ástinni eins og hún kemur mér fyrir sjónir á okkar tímum. F. R.: Þú minntist á bækur áðan. Mér virðist afstaða Pierre til bóka vera vægast sagt undarleg. D. S.: Eins og þú minntist á hér að framan er Pierre bókmenntakennari. Hann sér um að panta bækur fyrir nemendur sína, en það er allt og sumt. Hann er ekki heill í því sem hann er að gera. Hann langar til að lesa, en einhverra hluta vegna kemur hann því ekki í verk. Ef til vill er það vegna þess að hann er kominn af lágstéttarfólki, fólki sem metur bækur ekki mikils. Og hann hefur ekki aðlagað sig fullkomlega að kennarastéttinni þar sem lífið byggist á bókum og bókalestri. F. R.: Afstaða Laure til bóka er líka sérkennileg. D. S.: Jú, húnstarfarábókasafniogerþessvegnasíogæinnanumbækurí efnislegri merkingu þess orðs. En líkt og Pierre lætur hún sig frekar dreyma um að lesa en að hrinda því í framkvæmd. F. R.: Draumórar gegna mikilvægu hlutverki í bókum þínum. Geturðu útskýrt hvers vegna? D. S.: Einn af mínum uppáhaldshöfundum frönskum er Gustave Flau- bert. Ef taka ætti eitt atriði út úr hans verkum og kalla það lykilorð er það tvímælalaust draumórar. Aðalframlag hans til heimsbókmenntanna er að hann uppgötvaði draumórana. Sýndi kerfisbundið fram á hvernig drauma- heimur fólks getur orðið raunveruleikanum yfirsterkari. Frú Bovary er fræg- asta dæmið um þetta, en svipaða sögu er að segja um Frédéric í Education sentimentale. Hann Pierre minn telur sig geta skrifað bækur, en vill ekki fórna til þess heimilislífinu sem hann kennir um að hann skrifar ekkert. Hann telur sér trú um að hann vilji gera þetta eða hitt, en finnur sér alltaf leið til að geta ekki gert það. Sjálfsblekking sem þessi finnst mér áhugaverð, og því er ég afskaplega spennt fyrir rithöfundum sem taka þetta efni fyrir, einkum þó 106
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.