Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Qupperneq 125

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Qupperneq 125
hin í heimsókn til apótekarahjónanna sænsku og lesandi fær að sjá heimili þeirra með furðu lostnum augum Lóu- Lóu. Með því að lýsa því nákvæmlega fáum við glögga lýsingu á því hvernig alþýðuheimilin í Firðinum eru ekki, enda kemst Lóa-Lóa að því af hyggjuviti sínu að frú Petterson búi ennþá í Svíþjóð, það sé eins og að koma í annað land að heim- sækja hana. En einnig þetta breytist á bókartíma. Glæsileg erlend húsgögn fara að streyma inn á heimilin, tákn þeirra í bókunum eru stofuskáparnir með glerinu sem hristist þegar maður gengur framhjá þeim. I bókunum gerast ótal atburðir, stórir og smáir, og tæpt er á mörgu athyglis- verðu. Atvinnumál eru nefnd aftur og aftur enda er höfundi ljóst að maðurinn lifir á brauði. Kynferðismál eru ekki feimnismál. Lóa-Lóa er upptekin af því hvað Fleiða er að verða stór, fá brjóst og fara á túr. Flókið samband afa og ömmu sýnir að fólk hættir ekki að hafa heitar tilfinningar þótt það eldist. Mitt í hvunn- deginum gerast hrikalegir atburðir. Þeg- ar systurnar eru að kaupa fisk frétta þær að báturinn hans Bárðar hafi brunnið við bryggjuna. I annað skipti slær saman stórviðburðum: fjölskyldan er að koma frá því að láta mynda barnaskarann í fyrsta sinn þegar hún fréttir að vin þeirra hafi tekið út af skipi. Framandi gestur sest að í næsta nágrenni en þegar bærinn hefur tekið honum með kostum og kynj- um koma opinberir aðilar og leiða hann burt. Þetta er umgerðin, litríkur rammi ut- anum aðalatriðið, systurnar þrjár. Þær eru afar ólíkar. Persónur þeirra eru skýrar og vel aðgreindar. Ffeiða, sú sem lesandi þríleiksins kynnist fyrst vel, er gáfaða barnið, eftirlæti fullorðna fólksins. Hana dreymir um að verða rit- Umsagnir um btekur höfundur og reynir stöðugt að „skrifa" nýtt líf fyrir fjölskyldu sína. Hún hefur áhyggjur af áliti annarra og reynir að fegra óstýriláta fjölskyldumeðlimi í aug- um þeirra sem hún metur mikils: Einu sinni sagði hún við Kristínu á 12 að mamma og pabbi væru niðri í bæ og þá var pabbi blind- fullur heima með Láka neta- manni. Og mamma bálreið. I ann- að skipti sagði hún Kristínu að nú ætti að fara að gera við grindverk- ið, og samt hafði enginn talað um það heima. (Saman, 133—4) Heiðu dreymir um merkilegra líf og reynir að búa til ímynd þess. Dæmi um það er myndatakan af barnahópnum og allt sem hún leggur á sig í því sambandi til að fjölskyldan virðist venjuleg og gjald- geng. Hún leggur áherslu á hlutina eins og þeir tettu að vera, þrasar og nauðar í hinum fullorðnu að koma nú hlutunum í lag. En í reynd breytir hún engu. Draum- urinn verður ekki annað en draumur. Að verða fullorðinn er að sofa í ókunnu rúmi Lóa-Lóa er raunsæ, hana dreymir ekki stóra drauma. Hún veltir fyrir sér hvern- ig hlutirnir eru til þess að sætta sig við þá - þótt þeir þroski hana líka. Hún gerir allt hægt, og afi kallar hana landpóstinn. Hans reynsla af þeim var að þeir hefðu borið póstinn svo seint til fólks að hann hefði ekki skipt neinu máli lengur þegar hann loksins kom. Reyndar er býsna d jarft af Guðrúnu að gera Lóu-Lóu að aðalpersónu í heilli bók, hún er svo venjuleg að í fljótu bragði virðist manni hún aðeins nýtast sem aukapersóna. „Hvað á skáldsagnahöf- undur að gera við venjulegt fólk?“ spyr Dostojevski í Fávitanum (II, 162), og heldur áfram: „hvernig á hann að kynna 115
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.