Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 129

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 129
FRÁ DRAUMI TIL DRAUMS Skáldsagan Eins og hafid eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur er látin gerast í kunnug- legu umhverfi. Það er hversdagsleiki sjávarpláss sem umlykur þessa sögu eins og fleiri íslenskar skáldsögur á þessari öld. I þorpinu er kaupfélag og kapítal- isti (hér heitir hann Ásgeir gamli), bryggja, frystihús og Strandgata. En í hjarta bæjarins - og sögunnar - stendur gamall timburhjallur sem hýsir aðal- persónurnar. Hjallurinn er samfélag í samfélaginu og íbúarnir standa saman þegar vegið er að þeim utan úr bæ. Hér er á ferðinni nokkurs konar hópskáld- saga en það er e. t. v. tímanna tákn að stéttaátök eru ekki í forgrunni. Að vísu er vitnað til gamalla verkfalla og vikið að misskiptingu lífsins gæða, en það er bara Pési, 9 ára, sem vanvirðir eignar- réttinn. Höfundinum eru önnur við- fangsefni hugleiknari. í sögunni er eink- um fjallað um þá fjötra sem ástin leggur á fólk og um þá togstreitu ástar og skyldu sem oftast er hlutskipti kvenna. Þegar ást ber á góma er líka spurt um tryggð og Fríða gefur tóninn strax í upphafi. Bókin hefst á sögusögnum af byggingu þessa gamla húss. Það var byggt fyrir fegurstu stúlkuna í fjórð- ungnum, ein hæð jörðinni, önnur ást- inni og hin þriðja himninum. Ástin fór út um þúfur en það eru margar útgáfur á kreiki af þessari gömlu sögu og þeim ber ekki öllum saman um hver hafi svikið hvern. Sú spurning býr að baki allri sögunni. I upphafi sögunnar sýnir Húsið á sér tvær hliðar. Það er vissulega hrörlegt, en í rökkrinu endurheimtir það nokkuð af sinni fornu frægð, hinar gleymdu sögur lifna og fyrsta frú hússins, draumkona þess, fer á kreik. Hún og saga hennar ramma inn frásögnina og það er við hæfi vegna þess að hér er mjög fengist við drauma og hin óljósu skil milli þess sem er og hins sem ekki er. Draumur kann að virðast andstæða veruleikans en þó slær þessu hvoru inn í annað. Þetta má sjá hvarvetna í sögunni. Hið hversdagslega líf í þorpinu er sam- ofið innra lífi fólksins sem þar býr, hvorugt er hugsanlegt án hins. Nóttin er griðland draumanna og þar ríkir ástin — í deginum býr atvinnulífið þar sem hafið er upphaf og endir alls. Nóttin bíður. Ekki nótt sem ber í sér hvin af stormi og dauða, ekki nótt óttans, heldur mjúklát nótt með drauma lýsta af stjörnum. Af himn- inum horfir tunglið á sjóinn. Brum- hnappar reynitrésins eru sprungnir út. Hjarta stúlkunnar við gluggann skelfur. (15) Margir kaflar hefjast á fallegum myndum áþekkum þessari. Þær setja sviðið, hafa annan tón en megnið af frá- sögninni, eru eins konar hvíldir en laus- ar við tilgerð. Náttúru- og veðurlýsing- ar undirstrika verðabrigðin í mannlífinu enda vísar titill verksins til þess að margt sé líkt í manni og náttúru. Við fylgjumst með húsi og þorpi eitt sumar og mér fannst sagan tíðindalítil lengi framan af, einkum úti í þorpinu. Þau atvik sem þar eiga að bæta úr og skemmta manni eru aðalpersónum fjar- læg og falla því um sjálf sig ef fyndnin bregst. Vandinn er hve sögunni er ætlað að segja frá mörgu fólki. Þetta er ekki löng bók en persónusafn hennar er svo margmennt að það tekur heillangan tíma að kynna það allt fyrir lesandan- um. Inn á milli er þá gripið til þess ráðs 119
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.