Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 141

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 141
unin eða kannski stjórnarskráin frá 1936? Ekki veit ég það. Einna líklegast virðist að „einmana sárfætlingar vonar- innar“ séu stuðningsmenn Stalíns. Allir vita að stalínistum fer fækkandi. Pessi hversdagslegu tíðindi hefði mátt orða á einfaldan og auðskilinn hátt, svo sem: „Fylgismenn stalínismans eru nú orðnir fáir“ - eða ámóta; og hefði mátt sleppa orðagjálfrinu sem ofan greinir. Loka- málsgreinin sýnir vel hvernig stíllinn verður höfundi að fótakefli - og það reyndar oft þegar síst skyldi. Hlálegasta klúðrið birtist nefnilega oft í lokaorðum kafla. Dálítil málsvöm Aður en ég lýk skrafi þessu get ég ekki látið undir höfuð leggjast að svara Sig- urði Hróarssyni að því marki sem hann andmælir fyrri skrifum mínum um Halldór Laxness og verk hans. Sigurður er mér reyndar sammála í vissum atrið- um; á einum stað (51) tekur hann undir orð mín um að þess verði að gæta við túlkun á einni af greinum Halldórs að hún er áróðursgrein. A öðrum stað (183) tekur hann undir greiningu mína á Sovétfrásögnum og kveðst engu hafa við hana að bæta. I tveim öðrum tilvik- um andmælir Sigurður þó skrifum mín- um, og get ég ekki séð að málefnið gefi þar tilefni til andmæla. Skal það nú skýrt nánar. A bls. 134 vitnar Sigurður í doktors- ritgerð mína, sem upphaflega var skrif- uð á sænsku en verður í tilvitnuninni að furðulegri blöndu úr dönsku og sænsku. Þar segir að séu verk Halldórs Laxness á fjórða áratugnum ekki skoð- uð í ljósi stjórnmála sé erfitt að botna í þeim (rétt væri tilvitnunin svona: „om man inte betraktar Laxness 1930-tals- verk i politikens ljus, sá förstár man inte mycket i dem“). Sigurður segir: „Þetta er - þrátt fyrir það sem á undan er sagt, æði hæpið" (134—35). Orð mín eru reyndar augljós sann- indi, og bók Sigurðar staðfestir þau eins afdráttarlaust og á verður kosið. Hvern- ig ættu menn að botna í Sovétbókum Halldórs og öðrum stjórnmálaskrifum hans á fjórða áratugnum ef ekki væri hugað að stjórnmálaástandi þess tíma? Svo vill reyndar til að Sigurður lýsir áþekkri skoðun litlu framar í bók sinni. Hann gengur raunar svo langt að full- yrða að hugmyndakerfið sem Halldór sneri baki við í Skáldatíma hafi „lyft fagurbókmenntum hans til hæstu hæða“ (155) - og mundi ég fyrir mitt leyti ekki kveða svo fast að orði um þýðingu stjórnmálanna fyrir skáldskap hans, hvað svo sem öðrum skrifum hans líð- ur. Annað atriði sem Sigurður andmælir í máli mínu varðar blæmun á sósíalisma millistríðsáranna og tímans eftir seinni heimsstyrjöldina. Á árunum milli stríða lögðu sósíalistar höfuðáherslu á hag- virkt (effektíft) samfélag, sem með með- ulum tækninnar og skynsamlegu skipu- lagi gæti upprætt fátækt og önnur sam- félagsmein. Menn litu félagsmálin svipuðum augum og tæknina. Þetta gerði Halldór Laxness einmitt líka eins og Sigurður Hróarsson ætti að vita manna best, svo mikið sem hann talar nú um vísindahyggju Halldórs. Eftir stríð dró hins vegar smátt og smátt úr tæknihyggju vestrænna sósíalista, og komu þá „mýkri“ gildi til sögunnar: þann straum kenni ég við drauminn um betra líf. Sigurður vitnar til þeirra orða minna að á þeim tíma er Halldór var sósíalisti hafi hann fremur hneigst að kröfunni um hagvirkt samfélag en gott líf (195). 131
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.