Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1972, Page 46

Húnavaka - 01.05.1972, Page 46
44 HÚNAVAKA var minna að elda en venjulega, því að ekki fór einn einasti matar- diskur fram á farþegarýmið, — blessaðar frúrnar höfðu ekki lyst. Og nú tókum við eftir einu. Þorri gamli sat hljóður og alvarlegur við matborðið, hann var hættur að bölva, en það hafði ég ekki vitað fyrr. „Hvað er nú að þér, hefurðu aldrei lent í veltingi fyrr“ spurði ein- hver kerknislega. „Ojú“ svaraði gamli maðurinn, „en úr því hann er svona hérna, hvernig haldið þið þá að hann sé í Kolluálnum." „Þú ættir nú að kannast við þig hérna“ sagði Pétur „ert nú sama sem uppalinn í þessu skítaplássi hérna undir jöklinum". Okkur til mikillar furðu, stóð Þorri á fætur og fór án þess að svara fyrir sig, og lagðist alklæddur í koju sína. Pétur sagði okkur, að hann hefði rétt áður komið að honum í eldhúsinu, þar sem hann var að upplýsa kokkinn um það, hvað jaað gæti orðið sjóvont á þessum slóðum. „Hann er bara orðinn elliær" sagði einhver, og málið var útrætt. Svo fórum við Pétur upp á vaktina. Skipstjórinn var í brúnni, hafði verið þar síðan við fórum, hann var rauðeygur og skeggjaður, en rólegur og hugsandi og það vissi á illt. Stýrimaðurinn hékk úti í horni og var eitthvað að fikta við radarinn. Það var ólag á honum, en stýrimaður þóttist geta lagað hann, en ég minnti hann á, að hann hefði ekki getað gert við vasaljósið hér á dögunum, það væri ónýtt síðan. Pétur fékk sér nýja tóbakstölu og tók við stýrinu, sjálfstýr- ingin var ekki notuð í svona vondu veðri. Ég skorðaði mig út við glugga og fór að horfa á dekkið, þar sem liver sjórinn á fætur öðrum valt yfir tunnurnar. En hvað var nú þetta? Ég sá ekki betur en þær hreyfðust til eftir því sem sjórinn skall á þeim. Ég hafði orð á þessu og nú störðum við allir þrír á tunnurnar. Jú, það var enginn vafi, þær rugguðu til í böndunum við hverja veltu, sem skipið tók. Við höfum sjálfsagt allir hugsað það sama á þessari stundu, færu tunn- urnar af stað, væru lestarlúgurnar í hættu, og eins og sjólagið var, yrði ekki við neitt ráðið. „Klaufaleg binding á þessum tunnum" sagði stýrimaðurinn og gaut illilega til mín augunum. Ég glotti, vissi að hann var að borga vasaljósið. „Það halda þessu ekkert nema keðjur“, sagði skipstjórinn. Tíminn leið og ég leysti Pétur af við stýrið. Hann varð hvíldinni feginn, fékk sér tölu og fór að horfa á tunnurnar. Ég stýrði næsta klukkutímann og var fátt talað í brúnni. Þetta var þrælapuð að stýra í þessum veltiugi, og var ég dauðfeginn, þegar minn tími var liðinn, og Pétur tók við aftur. Ég spurði skipstjórann hvort ég mætti ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.