Húnavaka - 01.05.1972, Page 54
52
HÚNAVAKA
l>ú getur út al þessu brugðið á þann veg, að örsmá hending, sem
engu máli virðist skipta á því augnabliki, geti markað lífsstefnu ein-
staklingsins til æviluka, annað hvort til hins betra eða verra.
Eg hef oft undrast, hve blind tilfelli geta skorið mönnum þann
örlagastakk, sem þeir aldrei geta úr komizt ævina út.
A uppvaxtarárum mínum var notkun áfengra drykkja töluvert al-
menn. Fáir fóru í kaupstað án þess að kaupa þar á ferðapelann, en
margir höfðu slíkt hóf á, að ekki kom að sök, sumum varð Bakkus
al’tur á móti yfirsterkari og brögðóttari, svo að ýmis slys bar að
hiindum, hestar týndust með böggunum, stundum aðeins baggarnir,
en l'yrir kom, að allt týndist og maðurinn með. Slíkt vakti ekki rnikla
athygli, það þótti eðlilegur hlutur eftir öllum kringumstæðum, guðs-
mildi, að ekki varð alvarlegt slys, sem þó alltaf mátti búast við, sögðu
menn.
Faðir minn var mikill hófsmaður í þessum efnum, ég sá hann
aldrei ölvaðan, en hann smakkaði vín aðeins í kaupstaðarferðum og
oftast átti hann flösku heima, aðeins handa vildarvinum ef þá bar
að garði.
Ég sá fyrst ölvaðan mann í Skrapatungurétt, ég mun þá hafa verið
á áttunda árinu. Fg halði áður séð þá sem gesti foreldra minna og
fundust mér þeir aldrei kátir eða glaðir og litu ekki við nrér, þó að
ég reyndi að vekja athygli þeirra á mér. En nú voru þeir glaðir og
skemmtilegir, kysstust og föðmuðust og sumir tóku nú jafnvel eftir
mér og gáfu mér brjóstsykur. Ég tók pabba afsíðis og spui'ði hann í
hljóði hvernig stæði á því að mennirnir væru svona kátir og góðir
hver við annan, hvort það væri af því að féð þeirra væri komið af
I jalli. Ekki eingöngu, sagði pabbi. Þeir eru bara svolítið kenndir.
Verða þeir svona ævinlega ef þeir drekka brennivín? spurði ég.
Stundum, en ekki ævinlega, sagði hann.
Með sjálfum mér komst ég að þeirri niðurstöðu í þessu máli, að
brennivín væri eitt af hinum dásamlegustu hlutum, sem skaparinn
hafi fundið upp til að bæta og fullkomna mannkynið.
Fg fór nú að athuga umhverfið og mannsöfnuðinn enn á ný og
sá þá mann nokkurn, sem ég kannaðist vel við, hann var vanalega
heldur þögull og hlédrægur, sagði fátt nema á hann væri yrt að fvrra
bragði. Nú var hann kominn upp á einn réttarvegginn og farinn að
lialda ræðu. Ekki hafði ég vit á að meta gildi hennar, en hún var að
mér skildist, um hrút, sem hann vænti af fjalli, en hafði ekki séð