Húnavaka - 01.05.1972, Side 162
160
HÚNAVAKA
lands, en svo reyndist þó ekki að
ráði. Hlýindi og kuldar skiptust
svo á með úrkomunni allt haust-
ið með linnulausum umhleyp-
ingum. Dreifing húsdýraáburðar
og ýmis önnur haustverk gengu
erfiðlega vegna úrkomunnar.
Gangnamenn hrepptu sums-
staðar slæmt leitarveður. Var
dimmviðri og úrkoma suma leit-
ardagana og smalaðist misjafn-
lega. Fjártaka gekk snurðulaust,
dilkar vænir, og var sauðfjárslátr-
un lokið um miðjan október.
Um hreppaskilin setti niður
töluverðan snjó. Var þá hríðar-
veður 1 tvo daga með talsverðu
frosti, sem harðnaði mjög er upp
birti. Komu þá nautgripir yfir-
leitt á fulla gjöf, og var víðast
lítið beitt eftir það.
í fyrri hluta nóvember (þ. 7. og
15.) gerði tvívegis snögg hríðar-
áhlaup. Var fé þá tekið á hús, og
kom fljótlega á gjöf. Mikill snjór
kom í umhleypingunum um
þetta leyti, en tók þó að mestu í
hláku síðast í nóvember. Sunnu-
daginn 12. des. var hið versta
veður, austan hvassviðri með
slyddu og bleytuhríð. Á mánu-
dagsnóttina gekk svo í norðan
snjókomu, svo að stórhríð var
fram eftir degi. Veruleg fann-
koma var svo einnig næstu daga,
en oftast frostlítið, enda vestan-
átt ríkjandi.
Spilltist mjög á jörð við ill-
viðri þessi og kom sauðfé á inni-
stöðu. Víða varð jarðlítið og jafn-
vel jarðlaust fyrir hross, svo að
margir fóru að gefa þeim út. Erf-
itt reyndist að halda vegum opn-
um í slíku tíðarfari. Stóð svo
fram ylir fyrstu jóladagana, að
stöðugt bætti við snjóinn, og var
útlitið engan veginn gott.
Síðustu daga ársins var mikil
Iiláka og beztu hlýindi. Iæysti
snjóinn afar fljótt svo að næg
jörð kom upp, allir vegir opnuð-
ust, og í byggð var fönn mikið
farin að minnka á gamlaársdag.
Pctur Sigurðsson
FRÁ „VEIÐIFÉL. BLANDA“ 1971.
Laxveiði í Blöndu og Svartá var
ágæt á s. 1. sumri. í veiðibók
Blöndu voru skráðir 563 laxar og
Svartár 609 eða samtals 1172.
I ljós hefur komið að lax er
að nema land í Auðólfsstaðaá.
Snemma í ágústmánuði réði
stjórn veiðifélagsins Ágúst And-
résson á Blönduósi, sem er vanur
laxveiðimaður, til að fara rann-
sóknarferð með ánni, ef takast
mætti að staðfesta umsagnir land-
eigenda um laxagöngu þar.
Hann gekk með ánni frá ósi og
upp fyrir Gautsdalstún. Á þeirri
leið sá hann alls sjö laxa, og til
sönnunar veiddi hann tvo þeirra,
annan sunnan við Auðólfsstaða-