Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Page 42
35
SKÍRN
1. Aö hve miklu leyti getur kirkja þin séó i þessum texta
trú kirkjunnar á öllum öldum?
Islenska kirkjan fagnar því, hve framsetningin um skírnina
er vel rótfest í biblíulegu myndmáli. Skírnin tengist lífi,
dauða og upprisu Jesú frá Nasaret sem úrslitaatburða i sögu
manna. Líf, dauði og upprisa Jesú marka nýtt upphaf í sam-
skiptum Guðs og manna, stofnun nýs sáttmála og fyrir skírn-
ina gerast menn aðilar að þessum nýja sáttmála. Bæói oró og
atferli skírnarathafnarinnar benda á þennan veruleika, at-
burð úr fortióinni, sem opnar nýja sýn til framtíðar.
Myndmál Nýja testamentisins um skírnina er fjölskrúðugt.
Að nokkru leyti byggist það á vitnisburði Gt., en markmió
myndmálsins er aó benda á Krist. Fyrir skírnina öólast menn
hlutdeild í dauða og upprisu Krists, sem innsiglar sáttar-
gjöróina milli Guðs og manna. Þar meó er ný lifsstefna
mörkuð. Lífió öðlast nýja merkingu og er Heilagur andi
gefinn skirnþegum til leiósagnar á þeim nýja vegi, sem er
Kristur. Hið samfélagslega gildi skírnarinnar markast af
þessum veruleika og er um það notað táknmálió um innlimun á
likama Krists, en likami Krists er hlutstætt samfélag læri-
sveina Jesú Krists í sögunni, kirkjan, sem játar, Guði Föóur
til dýróar, aó Jesús Kristur er Drottinn.
Þar er allt þetta veitist fyrir skirnina, er skirnin fyrst
og fremst gjöf. Jafnframt leiðir skírnin til viðbragða
vorra við þeirri gjöf, en þau eru lif, sem hefur aó markmiói
aó ummyndast til myndar Krists fyrir kraft Heilags anda.
Þessu lífi fylgir barátta, en í henni öólast menn æ nýja
reynslu af náóinni.
Þetta mikilsverða, rikulega myndmál um skírnina kallar
kirkjurnar til þess að endurskoða liferni sitt. Þar eó
skírnin bendir á sáttargjöró milli Guós og manna fyrir líf,
dauóa og upprisu Jesú Krists og bendir sömuleióis til fram-
tíóar á nýrri jöró undir nýjum himni, verður sundrungin á
líkama Krists óþolandi og á grundvelli kenningarinnar um
skirnina eru kirkjurnar knúóar til aó endurskoða breytni
sína. Líkt og Kristsatburðurinn er aóeins einn, svo er
skírnin aóeins ein til einingar í einni trú, einni von og
einum kærleika.
I þessari framsetningu finnum vér samræmi milli postullegrar
trúar og þess sem Limaskýrslan heldur fram. Vér finnum
einnig samræmi milli áhersluatriða Limatextans og þess sem
játningarrit kirkju vorrar segja um skírnina, ekki síst
Fræði Lúthers minni. Einnig þar er um skírnina talað sem
hlutdeild í dauóa og upprisu Jesú Krists, upphaf nýs lífs,
sem hefur aó markmiói aó mótast til myndar Krists, og er því
líf, sem endurnýjandi kraftar hinnar nýju sköpunar verka í
fyrir Heilagan anda.
Um leió finnst oss ástæóa til aó benda á nauðsyn þess aó
fjalla nánar um hlutverk orðs Guós i kristnilífinu og um
tengsl orós og skirnar. Skýrslan leggur áherslu á, aó
kristnilifió sé barátta og talar um reynslu hinna skiróu af