Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Side 67

Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Side 67
60 aðeins orö og fyrirheit Krists, sem Heilagur andi geri lif- andi og kröftug (14.gr.). Hins vegar verður að gæta þess, aó ummæli um verkan Heilags anda í máltíð Drottins leiði ekki til hugleiðinga í þá veru, að Faðirinn og Sonurinn séu hinn fjarlægi Guð, en Heilagur andi hinn sífellt nálægi Guð. Því síður mega ummælin um ákallió til Heilags anda byggjast á hugleióingum í þá átt, að litið sé á krossfestinguna sem fjarlægan atburó í tíma, en Heilagur andi sé sá virki aðili, er veiti afleióingum liðins atburðar inn í tilveru vora. Ihugun um guðsþjónustu- arf kirkjunnar á öllum öldum færir oss sanninn um, að máltíð Drottins sameinar tíma og eilífð. Þegar máltíó Drottins er borin fram á degi Drottins, kemur fram, aó "tíminn er umhverfður eilífð". Mikilvægi kross og upprisu Drottins sem atburóar í tima og rúmi, er einmitt, að krossinn og upprisan er eilífur atburður, sem i sífellu er settur fram til minn- ingar hjá Guói og samtímis gefinn oss, sem neytum, til þess að vér styrkjumst i trúnni, voninni og kærleikanum. Með því að koma saman til máltíóar Drottins, vörpum vér allri von vorri upp á hann, berum fram áköll vor, bænir og beiónir, ekki í trausti til eigin veröleika, heldur í trausti til miskunnsemi Guðs. Og hver skapar traustió, hver gerir von- ina lifandi, hver glæóir kærleikann? Það er Heilagur andi Guðs. Svo sem áður sagói hefur íslenska kirkjan opið altarisborð. Lengst af höfum vér litió svo á, aó fermingin veitti aógang aó borði Drottins. Er reyndar nú gefin heimild fyrir þvi að ófermd börn séu tekin til altaris með foreldrum sínum. Limaskýrslan hefur enn veitt oss tækifæri til aó íhuga, hvort rétt sé aó leyfa aðgang að borði Drottins á grundvelli skírnarinnar einnar eða hvort setja eigi aldurstakmörk eóa önnur skilyröi. Þá er mjög gleóilegt að sjá, hversu litið er á máltíð Drott- ins út frá heild kristnilífsins og ekki sem einangraðan at- burð. íhersla vor hefur um langt skeiö verið fremur ein- staklingsbundin og vér höfum horft á samfélagió nánast ein- göngu út frá sambandi einstaklingsins viö Guð. Vér sjáum ástæðu til þess að fagna því, hversu mjög er í Limaskýrsl- unni talað um samfélagió á breiðum grundvelli. "Máltíð Drottins boðar þannig það sem heimurinn á aó verða: Fórn í bæn og lofsöng til skaparans, allsherjar samfélag i líkama Krists, ríki réttlætis, kærleikur og friður i Heilögum anda" (4. gr.). "1 Kristi bjóðum vér sjálf oss að lifandi og heilagri fórn í daglegu lifi voru" (10. gr.). "Kirkjan er hinn nýi sáttmálslýóur. I fullri djörfung og trausti ákallar hún Heilagan anda og bióur hann um helgun og endur- nýjun, að hann leiði hana til réttlætis, sannleika og ein- ingar og veiti henni kraft til þess aó framkvæma ætlunarverk sitt í heiminum" (17. gr.). "1 messunni er bæði samstaða þeirra, sem eiga samfélag um líkama Krists og ábyrg umhyggja kristinna manna hvers fyrir öðrum og heiminum i heild tjáð á eindreginn hátt..." (21. gr.). "Messan birtir einmitt, hvernig kirkjan tekur þátt í þjónustu Guðs við heiminn. Sú þátttaka birtist daglega sem boðun fagnaðarerindisins, þjónusta vió náungann og nærvera í heiminum í trúmennsku við Guö" (25. gr.).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.