Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Page 86
79
Um 8. gr.
Hér eru fyrirmæli um setningu reglugerðar. Má einkum
vænta þess, aó fyllri ákvæði verði sett um þá starfsemi,
sem lögin kunna að sporna við og svo um undanþágur skv. 7.
gr. Er sjálfsagt að leitað verði umsagnar biskups, áður
en reglugerö veróur sett, og æskilegt er, aö einnig sé
leitað umsagnar stjórnar Sýslumannafélagsins og annarra
aóilja eftir atvikum.
í 2. mgr. er kveóió á um refsiviðurlög í samræmi við
markaóa stefnu um slík viðurlög í sérrefsilöggjöf, sbr.
lög nr. 75/1982 og nr. 10/1983. Ekki eru hér lögmælt
önnur viðurlög vió brotum á lögunum, svo sem svipting
atvinnuréttinda.
Um 9. gr.
Hér eru gildistökuákvæói. I 3. mgr. er dóms- og kirkju-
málaráóuneyti boóið aó gera sérstakar ráóstafanir til að
kynna almenningi efni laganna. Er þaó mikilvægt, því að
reynslan hefir leitt í ljós, aó oft haga menn sér andstætt
ákvæóum slíkrar löggjafar meir vegna vanvisku en vilja til
aó brjóta lögin.
Við fyrri umræóu flutti séra Jón Einarsson 3 breytingar-
tillögur við 2. gr. frumvarpsins sem fylgja hér með sem
sérstakt þingskjal. Frumvarpinu var síðan vísað til lög-
gjafarnefndar meó framkomnum breytingartillögum (Frsm.
Gunnlaugur Finnsson). Gerói hann grein fyrir breytingar-
tillögum, sem fyrir liggja á sérstöku þingskjali og leggur
til aó frumvarpió verói samþykkt meó þeim breytingum og
vísaó til Kirkjuráðs og kirkjulaganefndar til frekari um-
fjöllunar. Frumvarpió veröi m.a. kynnt stjórn Prestafél-
ags Islands. Þá bendir nefndin á aó nauósynlegt er aó
skilgreina betur, hvaó í orðinu "íþrótt" felst og leggur
til aó í athugasemdum vió 5. gr. (6. gr. frv.) komi fram,
aó hestamennska flokkist og þar meó mót hestamanna undir
íþróttamál.
Forseti bar nú upp hverja grein tillögunnar fyrir sig og
þær breytingar, sem nefndin leggur til. Er forseti haföi
borið upp allar greinar frumvarpsins meó áorðnum breyting-
um og þær verió samþykktar samhljóóa bar hann upp frum-
varpió sem heild.
Samþykkt samhljóöa.