Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Page 161
152
1985
16. KIRKJUÞING
24. mál
T i 1 1 a g a
til þingsályktunar um Biblíuna og fermingarfræðsluna
Flm. herra Pétur Sigurgeirsson biskup
Hermann Þorsteinsson
séra Jónas Gislason
Kirkjuþing islensku þjóðkirkjunnar á Ári æskunnar 1985
beinir þeim tilmælum til safnaða og sóknarpresta landsins,
svo og til annarra leiðtoga og forystumanna kristilegs
starfs, að markvisst verði unnið að því
aó gera hina ungu læsa á og handgengna bók Bókanna,
BIBLlUNNI, þ.e. allri heilagri ritninguT
Aó þessu verði unnið m.a. meó þvi
að hlutast verði til um að hinir ungu fái BIBLlUNA
sjálfa í hendur við upphaf fermingarfræðslunnar og
þeim sérstaklega leióbeint við notkun hennar
og lestur á undirbúningstimanum fyrir ferminguna.
GREINARGERÐ
Það er hlutverk og skylda kirkjunnar/safnaðarins, aó sjá
til þess, að hver einstaklingur, sem skírn hlýtur, fái
uppfræðslu í hinni kristnu trú, svo aö hann þroskist að
visku og vexti og náð hjá Guói og mönnum.
BIBLlAN er trúarbók kristinna manna. Hún er því upp-
sprettan, sem þeir hljóta aö ausa af til aó helgast og
þroskast i trúnni.
Eituröfl margvísleg sækja nú að hinum ungu sem aldrei
fyrr. ðgnvekjandi skýrslur um árangur niðurrifsaflanna
hafa nýlega verið kynntar i fjölmiólum. Hvað má til
varnar veróa? "Meó hverju getur ungur maóur haldið vegi
sínum hreinum?" "MEÐ ÞVl AÐ GEFA GAUM AÐ ORÐI GUÐS."
En leiðbeiningar er þörf. "Fræó þú hinn unga um veginn,
sem hann á aö halda, og á gamals aldri mun hann ekki af
honum vikja" (Orðsk. 22,6.).
(Vakin er athygli á aó Biblian i nýrri útgáfu hefur
dreifst i stórum upplögum um landið siðan 1981 og er til á
flestum heimilum og er auk þess fáanleg á mjög svo vægu
verði.)