Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Page 165
156
1985
16. KIRKJUÞING
26. mál
T i 1 1 a g a
til þingsályktunar um undirbúning að tilhögun hátiðahalda
á 1000 ára afmæli kristnitökunnar árið 2000
Flm. herra Pétur Sigurgeirsson biskup
"Kirkjuþing 1985 fagnar ummælum forseta Sameinaðs Alþingis
i þingslitaræðu s.l. vor varðandi þúsund ára afmæli
kristnitökunnar."
Kirkjuþing væntir náins samstarfs við Alþingi íslendinga
um undirbúning þessa afmælis og óskar eftir, að því undir-
búningsstarfi verði haldið áfram, sem kristnitökunefnd
hefur þegar hafið.
GREINARGERÐ UM FRUMTILLÖGU
Eins og síóasta kirkjuþing fór fram á skipaði Kirkjuráó
auk biskups, séra Jónas Gíslason dósent í kirkjusögu við
Guófræðideild Háskólans og séra Heimi Steinsson sóknar-
prest á Þingvöllum og þjóðgarðsvörð i nefnd til að gera
frumtillögur að undirbúningi hátiðahaldanna á Þingvöllum
árið 2000 og leggja þær fyrir næsta kirkjuþing.
Nefndin hefur haldið fimm fundi, þar af einn meó forseta
Sameinaós Alþingis. Á fundum nefndarinnar komu fram
eftirfarandi tillögur, sem hér eru lagðar fram:
a) Vakning til trúar: Undirbúningur hefur i raun og
veru verió á döfinni frá því árið 1981, er kirkjan
minntist upphafs kristniboös norrænna manna hér á
landi. Þúsund ára afmæli kristniboöstímans og
kristnitökunnar er i reynd eitt og sama verkefnið.
Mestu skiptir, að hvort tveggja veröi notað sem
tækifæri til að efla kristni í landinu nú og á
komandi öld.
b) Að byggð verði kristnitökukirkja á Þingvöllum, er
veröi sérstakt musteri fyrirbæna um frið á jörðu
fyrir allar þjóóir. Hin farsæla lausn mikils
vandkvæðis á Islandi áriö 1000 hefur alþjóólega
skirskotun. Þvi er eðlilegt, að vettvangur þessa
vióburóar verði og helgidómur fyrir allar þjóóir,
bænarstaóur friðar i heimi.
c) Að efnt verði til ritunar og vandaðrar útgáfu á
sögu íslensku kirkjunnar. Rætt var um hliðstæð
sagnfræðiverk er fram hafa komió á siðari áratugum
og eru nú í vinnslu. Rætt um möguleika á að gefa