Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 14
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON:
AÐ GJALDA TORFALÖGIN.
I íslenzku er til orðtakið aS gjalda torfalögin. Um uppruna
þess eru til tvær skýringar. Sú, sem fyrr er skrásett, stendur
í Árbókum Espólíns, II. deild, bls. 49, og segir þar: „Torfa
gaf hver sýslumaður á Islandi eitt hundrað fyrir hvert þing
í sýslu sinni í nautum, sauðum og góðnm hestum, og má vera
sá málsháttur um Torfalög sé þar af dreginn, er sitt leggur
til hvör“, og er vísað til þessa í Dipl. Isl. VIII, bls. 179 neð-
anmáls. Skýringin er bersýnilega eftir Jón sýslumann Espó-
lín sjálfan, er þekkt hefur orðtakið, en kennir það við Torfa
riddara og hirðstjóra Arason um miðja 15. öld og telur það
dregið af sýslugjöldunum, sem hann eigi að hafa komið á, en
eru ugglaust miklu eldri. Venja miðalda var ætíð sú, að emb-
ætti voru seld á leigu til þess að gera innheimtu alla sem ein-
faldasta. Hin skýringin önnur er skrásett í Þjóðsögum Jóns
Árnasonar, II., bls. 137, og segir þar um afréttargarð mikinn
í Landsveit: „En svo var ríki Torfa mikið, að engum leiðst
að sjá garðinn eða fara yfir hann, nema hann styngi 3 hnausa
og legði í garðinn, og voru þær álögur kallaðar „Torfalög“,
og er sagt, að þaðan sé dregið orðtæki það, sem enn er haft,
er sá, er engan hlut á að máli, grípur í að gjöra það, sem
honum er ekki skylt að vinna, en vinnur þó ekki meir að öllu
verkinu en Torfi lagði á þá, er sjá vildu sauðagarð hans, eða
svo aðeins, „að maður leysi hendur sínar“.“ Hér er orðtakið
kennt við Torfa sýslumann í Klofa á Landi, er uppi var um
1500.
Dæmi þau, sem finnast um notkun orðtaksins í prentuðu
máli, sem orðtekið hefur verið vegna Orðabókar Háskóla Is-
lands, eru öll yngri en ofangreint dæmi hjá Espólín. I orða-
safninu Lbs. 220, 8vo, frá tímabilinu 1830—1840 segir, að