Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 151
Skírnir Hugleiðingar um islenzk mannanöfn 149
hingað bárust á fyrstu öldum kristninnar, t. d. Jón, Páll,
Benedikt o. s. frv. Einnig ætti hér að skrá yngri tökunöfn, sem
vinsæl hafa orðið og engin málspjöll eru að, t. d. kónganöfnin
Kristján og FriSrik, Bihlíunöfn eins og María og Elísabet. Við
val tökunafnanna mætti hafa nokkra hliðsjón af því, á hvern
hátt nöfnin hafa borizt inn. írsku nöfnin eru t. d. þáttur i
frummenningu landsins. Kristnu nöfnin bera vitni um ein-
hver mikilvægustu menningaráhrif, sem hingað hafa borizt,
og kónganöfn eins og Kristján og Friðrik, eru dæmi um áhrif
frá þeirri þjóð, sem við höfum haft meira saman við að sælda
en nokkra aðra. Ég tel varhugavert að má burtu öll áhrif á
nafngiftir, sem eiga rætur í svo mikilvægum þáttum í menn-
ingarsögu þjóðarinnar. Allt öðru máli gegnir um nöfn, sem
runnin eru frá menningarlausum reyfurum eins og Kapítólu.
Mér virðist einnig rétt að taka á þessa skrá til þess að gera
ung tökunöfn, ef þau mega teljast smekkleg eða jafnvel ekki
ósmekkleg. Ég er t. d. sammála H.P. um að leyfa nafnið
Ágústa, en get ekki skilið, hvers vegna Ágúst má ekki fljóta
með. Af ungum nöfnum, sem falla vel að málkerfinu, mætti
nefna Dúi, Ómar, Alma, Emma, Kara, Sara, Selma og Stella.
Ekkert þessara nafna brýtur bág við íslenzkt málkerfi. Ég
teldi einnig rétt að taka á þessa skrá þau bastarðanafnanna,
sem telja verður, að hafi unnið sér þegnrétt, t. d. Kristmund-
ur, Kristrún, Gufijón o. s. frv. En vitanlega yrði oft álitamál,
hvar mörkin skyldi draga.
4. Skrá um nöfn, sem til greina kemur að taka upp. Á þessa
skrá ætti að setja þau nöfn norræn, sem fyrir koma í fornum
bókum íslenzkum, en ekki hafa, að því er talið er, verið not-
uð á íslandi, vegna þess að þessi nöfn eru í fullkomnu sam-
ræmi við íslenzkt nafnakerfi, eins og ég hefi áður minnzt á
(sbr. bls. 136 hér að framan) . Þó er rétt að sleppa nokkrum
þessara nafna, sem ólíklegt er, að falli að smekk nútímans,
t. d. nöfn eins og GrjótgarSur og VígbjóSur, sem mjög er ólík-
legt, að foreldrar vildu velja sem skírnamöfn bama sinna.
Á þessa skrá ætti einnig að setja úrval gervinafna, sem mynd-
uð eru á sama hátt og íslenzk mannanöfn. Á ég þar bæði við