Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 117
Skírnir
Séra Ólafur á Söndum
115
Sú hugmynd, að ófarir þjóðarinnar sé hefnd guðs vegna
drýgðra synda, kemur einnig fram í Spánverjavísum séra
Ólafs, en þar segir hann svo:
Viðvörun Jjriðju vist bar að
í vesturátt hér á landi.
Reyfaraskapur og ránsfólk það,
sem rændi norður um Strandir;
og mörgum væri munandi.
þetta drottins þunga hrís,
það á að gera hans bömin vis
og ills iðrandi.1)
Spánverjavísur séra Ólafs eru annars fyrst og fremst merki-
legar af því, að þær eru sagnfræðileg heimild. Þær segja frá
Spánverjavígunum á Vestfjörðum 16152) og eru ortar eftir
skýrslu þeirri, er send var til Alþingis um vígin. En skýrsla
þessi er nú glötuð eins og svo mörg Alþingisskjöl frá þessum
tímum.
Um atburð þennan eru aðeins til tvær samtíma heimildir.
önnur þeirra er Spánverjavisur séra Ólafs, en hin er þátt-
ur Jóns Guðmundssonar lærða: Sönn frásaga af spænskra
manna skipbrotum og slagi.3)
Ekki er vitað með vissu, hvenær vísurnar voru ortar, en
líklegt er, að það hafi verið skömmu eftir að Spánverjar voru
drepnir og menn mundu ljóst, hvernig allt fór fram.
Gísli Konráðsson segir í þætti þeim,4) er hann hefir samið
um Spánverjavigin upp úr þætti Jóns og Spánverjavisum, að
það sé gömul sögn, að Ari lögmaður hafi beðið séra Ólaf að
yrkja vísurnar.
Telur Jónas Kristjánsson í bók sinni um vígin,5) að ef til
vill hafi hann gert það til þess að andmæla þætti Jóns, en
1) IB. 70,4to, bls. 100.
2) Spánverjavisur séra Ólafs voru prentaðar í Tímariti bókmenntafé-
lagsins XVI. árg. 1892.
3) Var fyrst prentuð í Fjallkonunni IX. árg. 1892, siðar i sérstakri
bók: Spánverjavígin 1615.
4) JS. 290,4to, bls. 8.
5) Jónas Kristjánsson: Spánverjavigin 1615, Kaupmannahöfn 1950.