Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 227
Skimir Ritfregnir 225
þegar þessi virðingarverði skóli Guðmundar líður skyndilega undir lok
(bls.243).
Fimmti kafli bókarinnar nefnist Innan skólaveggja, og segir þar ræki-
lega frá vistinni á Möðruvöllum, húsakynnum, félagslífi, kennslu, upp-
eldisáhrifum og skólabrag öllum. Er þar mjög stuðzt við skriflegan vitnis-
burð gamalla Möðruvellinga, og væri margháttaður fróðleikur, sem þar
er að finna, vafalaust glataður með öllu, ef höfundur hefði ekki snúið sér
gagngert til þessara manna í tæka tíð. Margt er þama sagt frá kennur-
um, og ekki leynir sér, að Hjaltalín skólameistari og Stefán Stefánsson
hafa borið skólann uppi. Einhvem veginn finnst mér samt, að mynd sú,
er kemur fram í þessum kafla og annars staðar í bókinni af Stefáni,
hinum snjalla kennara og glæsimenn, sé daufari en við mætti búast, en
að vísu ber þess að gæta, að skólameistaratið hans og þar með mikilvægur
þáttur í ævistarfi hans liggur utan við svið þessarar bókar.
Að bókarlokum er svo alllangur sérstakur kafli um Jón Hjaltalín skóla-
meistara, sem vitaskuld hefur komið mikið við sögu áður í ritinu. Áreiðan-
lega hefur það verið hinum norðlenzka skóla mikið happ, að þessi alþýð-
legi höfðingi og heilsteypti drengskaparmaður varð fyrsti forstöðumaður
hans. Hann hefur sannarlega verið persónugervingur islenzkrar karlmanns-
hugsjónar, „þéttur á velli og þéttur í lund, þrautgóður á raunastund",
enda þótt ýmsir kunni að hafa staðið honum framar að glæsileik, fágun
og fmmlegum gáfum. Þennan fyrirrennara sinn kunni Sigurður Guð-
mundsson vel að meta, enda er þessi lokakafli fyllsta og líklega bezta
mannlýsing í bókinni. —
Rit þetta sýnir að sumu leyti nýja hlið á Sigurði Guðmundssyni skóla-
meistara, þó að margt í þvi sverji sig einnig í ætt við önnur rit hans eða
ræður. Hér reynir t. d. meira á sagnfræðileg vinnubrögð en í öðru, sem
eftir hann liggur. Efnið er mikið, og því er þröngur stakkur skorinn.
Það hefur þvi ekki verið lítill vandi að fella það haganlega saman. Öneit-
anlega er bókin nokkuð langdregin á stöku stað, og vissulega er hún ekki
laus við útúrdúra, en þeir útúrdúrar gefa bókinni einmitt stóraukið gildi.
f þeim kemst lesandinn i náin kynni við ýmsa menn, er við söguna koma,
og þar kynnumst við höfundinum oft bezt í þessu riti, viðhorfum hans
og hugrenningum. Þjóðin er einu góðu sagnfræðiriti auðugri eftir útkomu
þessarar bókar, og í rauninni er það mikill skaði, að hún skyldi ekki hafa
verið gefin út fyrr. En sérstaklega ætti þessi bók að vera kærkomin hin-
um mörgu nemendum norðlenzka skólans, en þeir eru nú fleiri eða færri
um allar byggðir landsins.
Hókin er vel út gefin, prentuð á góðan pappír með þægilegu letri.
Margar og góðar myndir, einkum af mönnum, er við söguna koma, prýða
bókina. Prentvillur munu fáar vera aðrar en þær, sem leiðréttar eru að
bókarlokum. 1 formála á bls. 8 er þó nefndur Jónas Jónasson, sem vafa-
laust á að vera Jónas Jónsson (fyrrverandi ráðherra).
15