Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 212
210
Ritfregnir
Skírnir
hafa íslenzku ritstjórarnir hlaupið undir bagga, þegar með hefir þurft.
Hlutur Islendinga í ritinu er stór, miðað við stærð þjóðarinnar, en ekki
miðað við stærð islenzkra heimilda. Ég tel, að vel hefði þó mátt ætla Is-
lendingum stærra verkefni en þeir hafa fengið. Ég skal aðeins benda á
eitt atriði, en það er norrœrt goSafrœSi. Um hana eru drýgstar islenzkar
heimildir, og við eigum mjög góðan sérfræðing í þessum efnum, Ólaf
Briem mag. art. Hann ritar nokkrar greinir um þjóðtrúarefni, en megnið
af goðafræðinni er ritað af öðrum. Skal ég ekki lasta þær greinir, en ekki
hefði verið óheppilegt að ætla Ólafi stærri hlut.
Mikið ber á því í alfræðibókinni, að birtar eru nokkrar greinir um
sama efni, ef til vill ein aðalgrein og nokkrar viðaukagreinir frá einu
eða fieiri löndum. Er þetta greinilega til þess gert, að einskis hlutur sé
fyrir borð borinn. En ekki er fyrir það að synja, að stundum verður
þetta reytingslegt. Oft á tíðum hefði verið heppilegra að fella efni við-
aukagreinanna inn i aðalgrein. Það hefir stundum verið gert, en hefði
mátt gera miklu oftar.
Vitaskuld eru greinirnar í alfræðibókinni mjög misjafnlega unnar.
Sumir höfundanna láta sér nægja að líta í rit og ritgerðir, sem um efni
ritgerða þeirra hafa verið skrifuð, en virðast ekki líta í frumheimildir.
Vitanlega væri það óréttmæt krafa að ætlast til, að greinir í slíku riti
séu yfirleitt reistar á frumrannsókn. En hitt er jafnréttmæt krafa, að þeir,
sem í bókina rita, kynni sér meðferð þeirra höfunda, sem til er vitnað,
á frumheimildum, en fylgi þeim ekki í blindni. Sums staðar i ritinu
skortir þó slíka gagnrýni. Verra er þó hitt, að fyrir kemur, að því frum-
skilyrði að vitna rétt til rita er ekki fullnægt. Ég skal nefna eitt dæmi.
I greininni Eir í III, 535 er tilvitnun til Gylfaginningar: hon er læknir
gáSr. Ekki verður séð, að góSr standi á þessum stað í nokkru handriti
Snorra Eddu, heldur beztr, sbr. Edda Snorra Sturlusonar, Hafniæ 1848,
I, 114, og Edda Snorra Sturlusonar . . . ved Finnur Jónsson, Kbh. 1931,
bls. 38. Vart er hugsanlegt annað en hér sé vitnað inn eftir minni, en
hinum minnugustu mönnum verður jafnvel hált á því. Segja má, að í
þessu tilviki skipti skekkjan ekki verulegu máli, en það er ekki aðalatriði,
heldur hitt, að villur af þessu tæi eru til þess fallnar að rýra það traust,
sem eðlilegt er að bera til ritsins, og einkum þó traust þeirra höfunda,
sem slikt verður á.
Sumir höfundanna eiga sérstakt lof skilið fyrir það, að þeir hafa leitað
til frumheimikla um þau efni, sem þeir fjalla um. Vil ég þar sérstaklega
nefna prófessor Magnús Má Lárusson, sem sýnt hefir einstaklega lofsverða
elju og hugkvæmni. Hann hefir rannsakað frá rótum ýmis efni, sem
varða íslenzka menningarsögu, og birt niðurstöður sínar í ritinu. Um sum
efnin hefir hann ritað lengri greinir, sem hann svo visar til í bókinni.
Finna má dæmi þess sums staðar í ritinu, að höfundarnir eru ekki
nægilega kunnir íslenzkum heimildum. Ég skal nefna eitt dæmi. 1 grein-
inni Frugttrœer (í IV, 665—70) hefir höfundi ýmist láðst að geta aldurs