Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 169
Skírnir
Samfellan í Guðmundar sögu dýra
167
þau beri vott um aðdáanlegt raunsæi, vegna þess að höfund-
urinn skrifaði fyrir samtímalesendur. Þetta er örugglega rétt
túlkun. Það er engan veginn nauðsynlegt að gefa þá mynd af
óvinunum, að þeir séu flón og ragmenni til þess að verja sögu-
hetjuna. Gallar önundar og Þorfinns eru ofsi, yfirgangur,
ófyrirleitni, öfund og móðgandi framkoma. Það að þeir mæta
dauða sínum með virðuleik kann að vekja samúð okkar, en
vegur ekki upp á móti þeirri mynd af þeim, sem dregin hafði
verið í fyrri kapítulum. Lýsingin á brennunni, og þá sérstak-
lega á dauða Þorfinns, er hryllileg. 'En er hægt að draga þá
ályktun, að höfundurinn hefði breytt kapítulanum síðar?
Yissulega ekki. Staðreyndirnar, öllum kunnar, hefðu hindrað
það, og hvað sem öðru líður, var það markmið hans að skýra
ástæðurnar fyrir verki Guðmundar, en ekki að draga úr hryll-
ingi þess. Sérhver tilraun til þess að lítilsvirða þá dauðu hefði
vakið reiði almennings og verið þá verr farið en heima setið.
Eins hefði röng mynd af skapgerð Þorgríms ekki þjónað
neinum jákvæðum tilgangi, því að það er þegar alveg aug-
Ijóst, að Guðmundur neyddist til að berjast við þennan nýja
óvin sér til sjálfsvarnar. Staða Þorgrims er svipuð aðstöðu
Flosa í Njáls sögu. Hann á í upphafi engan þátt í ófriðnum,
en kona hans eggjar hann til hefnda. Aðstæðurnar minna á
áeggjanir ýmissa annarra kvenhetja í Islendingasögum, en
samt trúi ég ekki, að höfundurinn hafi dáðst að blóðhefndar-
þorsta Guðrúnar eða undanlátssemi Þorgríms við hana. Guð-
rún færir sér í nyt tilfinningar eiginmanns síns og bræðra
til þess að fá þá til að rjúfa svarin grið. Ófriðurinn hefst á ný.
Rán, limlestingar og víg sigla í kjölfarið. Ófriðurinn dregst
á langinn í tvö ár eða meir, og tortímist Þorfinnur sjálfur í
honum. Margir samtimalesendur, jafnvel sumir á meðal
þeirra, sem voru ekki fyllilega kristnir í viðhorfi sínu, hefðu
gagnrýnt þvílíkar aðgerðir. Viðhorf höfundar sést af því, hve
mikla áherzlu hann leggur á orð Orms Jónssonar: Nú hafa
þeir (þ. e. Guðmundur og Kolbeinn) þat upp goldit, ofin þau
er gar váru, er menn ætluSu at aldri mundu goldin veröa,
ok þat mundu at sættarhrigði verða. En þeir, er við tóku gfald-
inu, hafa nú rofit ok bakferlat allt þat er hann (Jón Lopts-