Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 79
Skírnir
Séra Ölafur á Söndum
77
En erfingjum Jóns voru aftur á móti dæmd þau níu hundr-
uð í jörðum, sem Jón hafði látið Eggert fá fyrir Laugardal.
Síðan átti Kristín Ormsdóttir, kona Jóns, að borga Eggerti,
að næstum fardögum, Laugardal með öllu þvi, sem honum
tilheyrði, kviku og dauðu, lausu og föstu og svo léttu og góðu,
sem Jón hafði meðtekið af Eggerti. En hefðu þar nokkur spjöll
orðið á kirkjunni eður öðru, síðan Jón meðtók, þá skyldi það
batast í peningum.1)
Einnig skuldaði Jón þýzkum kaupmönnum fé nokkurt, og
eru tilnefndir þeir Hannes Elmenhorst, Petri Matteusson og
Klauus Fris. Þessar skuldir borgar Eggert Hannesson, en til
hans renna aftur á móti ýmsir jarðarpartar, sem Jón Erlings-
son og kona hans höfðu átt.2)
Það er því rétt, sem Páll Eggert Ölason segir, „að margt
jarðeigna föður- og móðurfrænda Ólafs hafi lent hjá Eggerti
Hannessyni",3) en sem kunnugt er seildist hann og þeir frænd-
ur hans til mikilla mannaforráða um þetta leyti.
Og varla verður það slitið úr samhengi við jarðakaup þessi
og skuldagreiðslur, að Eggert tekur séra Ölaf til fósturs. Er
líklegt, að það hafi verið um líkt leyti og dómurinn um Laug-
ardal var kveðinn upp.
En ekki var séra Ölafur lengi hjá Eggerti, því að þegar
Ragnheiður dóttir hans giftist Magnúsi prúða, fluttist hann
með henni norður í ögur og ólst þar upp.
Hann nefnir Ragnheiði líka fóstru sina í kvæðum sínum.
1 ljóðabréfi til hennar segir svo:
Lengi á minni lífsins tíð
ljúfust ég hjá þér tafði;
fæddir mig upp sem fóstra blíð
og forsjón yfir mér hafðir.
Læra mátti ég list og kurt,
þó löngu hafi ég þvi snarað á burt,
sem kenning þín af mér krafði.4)
L Dipl. Isl. XIV, 95.
2) Sama, 311—312 og 403.
3) Páll Eggert Ólason: Menn og menntir IV, 611.
4) IB. 70, 4to, bls. 77.