Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 34
32
Sveinn Einarsson
Skírnir
Mánne icke onde göra
utan vilja stundom gott?
Manni koma aftur í hug ljóðlínurnar í kvæðinu um Fátœkan
munk fra Skörum, og manni kemur einnig í hug hið fræga
stef í Draumleik Strindbergs:
Jörðin er ekki hrein.
Lífið er ekki gott,
mennirnir ekki illir,
ekki góðir heldur.
Hversu nálægt Fröding taldi sig vera því að fá svar, skal ég
láta ósagt. Annars ber í þessum síðustu kvæðum Frödings
mikið á Grals-minninu, sem mjög komst í tízku fyrir aldamót,
einkum eftir að Wagner samdi tóndrama sitt, Parzifal. Út frá
Gral leiðir Fröding eins konar skáldlega algyðistrú, þar sem
hann reynir að sætta andstæð öfl í heims- eða lífsskoðun og
innra með sér sjálfum.
f sex ár, frá 1898 til 1904, dvelst Fröding að mestu í sjúkra-
húsi í Uppsölum og er þá oft f jarri þessum heimi. Síðustu ár-
in dvelst hann í Stokkhólmi, og þá er rórra yfir honum. En
sálarkraftarnir eru þrotnir. Hann lézt 8. febrúar 1911, gamall
maður á miðjum aldri.
Skoðanir Frödings á heimsmálum og þjóðmálum voru frjáls-
lyndar og lýðræðislegar, og þó að lífsskoðun hans væri engin
heild og oft mótuð af stemningum, eins og skáldum er títt, er
þó sýnilegt, að hinar róttækari hreyfingar 9. áratugs aldar-
innar eru rótgrónar í honum. f skáldskap og fagurfræðilegum
efnum var hann hins vegar barn síðasta tugsins, rómantík og
imyndunarafl er ríkur þáttur í skáldeðli hans. Af þessum
tveimur strengjum eru ljóð hans fléttuð, þar blandazt saman
raunsæi og rómantík, alvara og háð, draumsýnir og hugvekj-
ur; skáldheimur hans er auðugur og viðfeðmur og nær yfir
flestar þær tegundir ljóða, sem menn kunna að vörumerkja.
!) Það, sem kallað er gott, er ekki alltaf gott; það, sem er kallað illt,
er ekki alltaf illt. Góðir menn eru ekki alltaf aðeins góðir; vondir menn
ekki alltaf aðeins vondir. Mundu ekki góðir menn gera stundum illt óvilj-
andi? Mundu ekki vondir menn gera stundum gott óviljandi?