Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 219
Skímir
Ritfregnir
217
Alexander Jóliannesson: Uppruni mannlegs máls. Hið islenzka bók-
menntafélag, Reykjavik 1960.
Ég hefi alltaf munað, síðan ég las þau fyrst, ummæli Finns Jónssonar
um bekkjarbróður hans, Jóhannes G. Ólafsson (í Skirnisgrein 1931 um
Latínuskólann 1872—78). En ummælin voru þessi: Honum þótti sérlega
vænt um Alexander mikla; þar af nafn sonar hans. — Þegar minnzt verð-
ur 50 ára afmælis háskólans á næsta ári (1961), munu menn viðurkenna,
að skólinn á nú hinn ytri myndarbrag sinn mest að þakka einum manni,
Alexander Jóhannessyni, er í þeim efnum hefir sannarlega reynzt Alex-
ander mikli háskólans. En Alexander hefir fylgt nafni í fleira en bygg-
ingarmálum skólans, því að í fræðimennsku hefir enginn ráðizt í stærri
verkefni en einmitt hann. Nægir þar að vitna til stofnorðabókarinnar
miklu, er kom út að fullu 1956 (Islandisches etymologisches Wörterbuch)
og bóka hans og ritgerða um uppruna tungumála, eina örðugustu ráðgátu
málfræðinga.
Hið islenzka bókmenntafélag hefir nýlega gefið út seinasta verk Alex-
anders um þau efni, er nefnist Uppruni mannlegs máls. Gerir Alexander
þar grein fyrir helztu skoðunum fræðimanna á uppruna tungumála, en
fellir inn í þá greinargerð sínar eigin kenningar, er hann hafði áður birt
að mestu í eldri verkum bæði á íslenzku (Um frumtungu Indógermana
og frumheimkynni 1943) og ensku (Origin of Language 1949, Gestural
Origin of Language 1952, Some Remarks on the Origin of the N-sound
1955 og How did homo sapiens express the idea of flat? 1958, auk fimm
ritgerða um þessi efni í tímaritinu Nature 1944—50).
Höfundur telur flesta fræðimenn vera sammála um það, að uppruna
mannlegs máls sé að leita í geðbrigðahljóðum og hljóðgervingum, en þess-
ir tveir flokkar taki einungis til í mesta lagi 15% af orðaforða hvers máls.
Hins vegar skilji leiðir mjög, er skýra skal uppruna meginhluta orða-
forðans. Heldur Alexander því fram, að frummaðurinn hafi — á sama
hátt og hann hermdi eftir ýmsum náttúruhljóðum — síðar hermt með
talfærunum (og þá einkum tungunni) eftir lögun hluta í náttúrunnar riki
og hreyfingum. Hafi hann upphaflega lýst þessu með handapati, en tal-
færin seinna tekið við af höndunum, er þær samfara vaxandi hugviti og
tækni manna fengu annað að starfa. Rannsakaði Alexander fyrst indó-
germönsk mál að þessu leyti, en færði svo smám saman út kviarnar, unz
hann hafði til viðbótar brotizt í gegnum fimm hin sundurleitustu tungu-
mál: hebresku, frumkinversku, tyrknesku, polynesisku og grænlenzku. En
samanburður hljóðróta, tilorðinna við eftirhermu talfæra á lögun hluta
og hreyfingum í öllum þessum málaflokkum sýnir, svo að ekki er ein-
leikið, að sama lögmál gildir í þeim öllum.
Alexander er ljóst, að þessar rannsóknir eru enn á byrjunarstigi, að
hann hefir til þessa aðeins kannað hinar frumstæðustu hreyfingar tal-
færanna (sbr. VI. og VII. kafla bókar hans). En hann er bjartsýnn á, að