Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 193
Skírnir
Samtíningur
191
vitni: Dufansdalur segir til um nafnið Dufan, Duggusdalur, Dökkólfsdalur
(enn fleiri myndir eru til) er komið af Dufgus, með stuttu u-i. Mér skilst,
að i írska orðinu Dub(h)gus séu bæði u-in stutt, og kemur það heim við
‘Duggusdalur’, sem ekki sker þó raunar úr. 1 Sturlungu kemur fyrir al-
kunn vísa, sem Ámundi smiður kvað, þegar Dufgus Þorleifsson keypti
Baugsstaði 1226:
Sitt réð selja
sandauðigt land
fullsviðr Flosi
fúss Dufgúsi.
Nú hefir keypta
kvalráðr fala
geirs glymstœrir
glaðr Baugsstaði.
Hér ætti að lesa Dufgúsi, en margt er til skýringar á þvi. Nafnið er vana-
lega skrifað ‘Dugfuss’ (o: Dugfúss) í Króksfjarðarbók, og verður trauðla
sagt, hvað upphaflegt er í vísunni. En ef þar stóð upphaflega ‘Dufgúsi’,
gæti ú-ið stafað frá nafnmyndinni ‘Dugfúss’.
í írsku mannanöfnunum, sem enduðu á -an. mun hafa verið langt a í
irsku, en ég held alltaf stutt í íslenzkum manna- og staðanöfnum, og má
vera, að a-ið hafi stytzt m. a. vegna áherzluleysis. Það er þó skrýtið, þar
sem viðskeytið -án er til i samnöfnum (brekún).
Nöfnin Papey og önnur slík sýna ótvirætt, að orðið ‘papar’ var borið
fram með stuttu a-i, hvemig sem það skal skýra. Nafnið ‘Patrekr’ er með
löngu a-i í írsku, en i íslenzku myndinni gat gætt áhrifa frá öðrum mál-
um, með latínu í broddi fylkingar.
Þorsteinn lunan nam land í Holtum ofanverðum, segir Landnáma, og
bjó i Lunansholti. Viðurnefnið er skrifað ‘lvna’ í pappírshandriti séra Jóns
Erlendssonar af Sturlubók, en bæjarnafnið (þáguf.) ’Lvnanshollti’; ‘lavnan’
og ‘Lvnanshollti’ í Hauksbók með hendi Hauks lögmanns sjálfs. Bæjar-
nafnið sker úr, að orðið var borið fram með stuttu u-i, það er enn borið
svo fram, að þvi er ég veit. Sumir hafa dregið orðið af írsku mannsnafni
‘Lonan’, af ‘lon’: svartþröstur. Ef svo er, svarar hér írskt o til íslenzks u;
sama er í Lurkan, sem kemur fram í örnefni; írska Lorcan (Hermann
Pálsson, Skimir 1952, 201).
I Ynglinga sögu Snorra (2. kap.) kemur fyrir orðið ‘bjannak’: „Þat
var háttr hans (Óðins), ef hann sendi menn sina til orrostu eða aðrar
sendifarar, at hann lagði áðr hendr í höfuð þeim ok gaf þeim bjanna!k.“
Málfræðingar hafa haft nokkra tilhneigingu til að prenta ‘bjának’, en það
er eflaust rangt. 1 Kringlu stendur að vísu bianak, en í Fríssbók og Jöfra-
skinnu ‘biannak’. Irska fyrirmyndin ‘bennacht’ (nýirska ‘beannacht’, skozk-
gaelisku beannach), dregin af latneska orðinu ‘benedictio’: blessun, sýnir
það. (Sbr. Marstrander, Norsk tidskr. for sprogvidensk. V 277 o. s. frv.)
Ég kem nú að orðum, þar sem færra er við að styðjast. Nafnið Konall