Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 205
Skírnir
Ritfregnir
203
Annar kaflinn er um textann og það, hvernig hann er gerður í helgi-
siðafræðilegu tilliti. Enn fremur gerir höfundur stutta, en skýra grein fyrir
bragarháttum.
Þriðji kaflinn er um nótnatextann, og er þá markvert, að nótnagerðin
er frekar ungleg.
Fjórði kaflinn er um fyrirmyndir tónlaganna. Þar er sett fram það
efni til samanburðar, sem dr. Róbert hefur fundið. Að vísu gæti mörgum
virzt svo, að auðvelt hafi verið að nálgast það. Það er ekki svo. Þó mun
tilviljun hafa flýtt fyrir, en það er þó reyndar sú tilviljun, sem eltir þann
mann, er ann viðfangsefnum sinum.
Fimmti kaflinn fjallar um sérkenni tónlaga. Kafli þessi er mjög merk-
ur vegna þess, hve fast er haldið á úrlausnarefninu.
Leskaflinn fjallar um það, hvemig og hvenær Þorlákstíðir hafa orðið
til. Hann er og merkur vegna hinna mörgu góðu athugana, sem dr. Róbert
hefur gert, er hann virti fyrir sér heimildir sögunnar. En það er ekki hægt
að saka höfundinn um óþarfa mælgi og málskrúð.
Þá ber að nefna síðast, en það er ekki sízt, að bls. 36—56 úr 241 eru
Ijósprentaðar fremst í ritinu af mikilli vandvirkni. Þó er það ef til vill
yfirsjón, að bls. 35 og 57—8 skyldu ekki vera Ijósprentaðar, því þá hefði
sá hluti legið fyrir í heild, þótt efnið snerti ekki úrlausnina beint.
Verk þetta, sem hér hefur bætzt við íslenzkar menningarsöguheimildir,
er, svo sem margbúið er að benda á, gagnmerkt. Þar kemur í ljós, hversu
greiður gangur var innan hinnar kaþólsku kirkju, er menningaráhrif
streymdu í sífellu landa á milli. Og íslendingar fóru sízt varhluta af þeim.
Engan veginn er þó búið að þurrausa allar heimildir frá íslandi, er
snerta tónlistar- og menningarsögu miðalda. Hér í Reykjavík eru um 100
brot af helgihandritum frá miðöldum, og eru a. m. k. 5 frá 12. öld. Nótna-
gerðin (neumur) er yfirleitt þýzk á þeirri öld. Frá þvi um 1200 er eitt
brot með franskri gerð. Svona mætti lengi upp telja. Gæti það ef til vill
sett einhvern af stað og menn þá fengið nýtt mikilsvert tillag í sjóð fræð-
anna.
Magnús Már Lárusson.
Selma Jónsdóttir: Byzönzk dómsdagsmynd í Flatatungu. Almenna
Bókafélagið. Reykjavík (1959).
Árið 1924 eignaðist Þjóðminjasafn Islands fáeinar fjalir frá Bjarna-
staðahlíð í Skagafirði. Tíminn hafði verið harðleikinn við þær, þetta voru
brot ein, fúin og rifin, en á þær voru ristar myndir manna og dýra af
mikilli leikni. Þetta kynlega myndasafn, slitrótt og torrætt, bar helzt svip
af myndskurði frá ll.öld, en annars hafði ekki fengizt nein viðhlítandi
skýring á því. Nú hefur Selma Jónsdóttir listfræðingur tekið fjalimar til
meðferðar af mikilli skarpskyggni í þessari bók, lýst þeim og skýrt þær
og fengið þeim stað í listasögunni, svo að segja dregið þær fram í dags-
birtuna.