Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 174
172
Jacqueline Simpson
Skírnir
Enn eftirtektarverðara er sambandið milli athugasemdar í
6. kapítula og frásagnarinnar um víg Hákonar í 18. kapítula.
1 fyrri kapítulanum er frá því sagt, að er Hákon hafði kvong-
azt Guðrúnu Þórðardóttur, en mann hennar hafði hann veg-
ið, kom hann af hörku fram við hana ok kváS sér skyldi eigi
þat verSa, at hennar menn stœSi yfir h{)fuðsvgrSum hans.
En Sigurður, sem svo vegur Hákon, er í rauninni elskhugi
Guðrúnar, og í síðustu orðum sínum leggur Hákon áherzlu á
þetta og lýsir því yfir, að hann vilji fremur falla fyrir vopn-
um Sigurðar en nokkurs annars óvinar síns. Höfundur gerir
hér ráð fyrir því, að lesandinn viti um samband Hákonar og
Guðrúnar og þá sérstaklega um athugasemdina í 6. kapítula,
en án þess hefði merking þáttar þessa ekki verið ljós.
Einnig er athyglisvert, hve aðstæður og orðalag er líkt í
frásögnum af tveim atvikum, öðru í 12. kapítula og hinu í
22. kapítula. 1 bæði skiptin hittast Guðmundur og óvinir hans
af tilviljun — Önundur í fyrra skiptið og Þorgrímur og Þor-
steinn Jónsson í það síðara. 1 bæði skiptin er í fylgd með
Guðmundi yngri og ofstopafyllri maður (Hákon, Kálfur),
sem hvetur hann til bardaga, og svör hans eru næstum því
eins: Eigi vil ek vekja láta ár mínum flokki orðalag né áhlaup,
en taka viÖ sem menn hafa færi á, ef þeir vekja (12. kap.)i.
Og: Eigi vil ek vekja láta ór minum flokki áhlaup né ákgst
. . . GuÖmundr kvaÖ eigi vekja skyldi ór sinum flokki, en baÖ
taka viÖ sem bezt ef þeir vekti (22. kap.). 1 bæði skiptin
óhlýðnast yngri maðurinn viðvöruninni, en óvinirnir eru
ófúsir til bardaga og bíða átekta úr betri aðstöðu, á meðan
Guðmundur ríður fram hjá. Þetta tvennt er líkara en svo, að
hægt sé að skýra það með því, að þættirnir tveir séu um svip-
að efni; jafnvel þótt gert sé ráð fyrir, að Guðmundur sjálfur
hafi verið heimildarmaður að báðum frásögnunum. Sögu-
aðferðin og orðalagið er svo svipað, að réttlætanlegt er að
tala um höfund með ákveðin séreinkenni.
Eins má rökstyðja samhengi sögunnar með einstökum stíl-
einkennum: aðferð sú, er rædd var hér að framan um kynn-
ingu staðanafna, rik tilhneiging til að enda frásagnir með
orðunum ok fóru þeir viÖ þat í brott, og tíð notkun orðfæris