Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 142
140
Halldór Halldórsson
Skírnir
kosti. Fleiri dæmi af þessu tæi mætti nefna, þótt hér verði
ekki gert.
Tökunöfn.
Ég hefi nú rætt um nokkur nöfn, sem ég tel hæpið að telja
— að minnsta kosti að svo vöxnu máli — íslenzk, vegna þess
að þau hafa sannanlega ekki tíðkazt á Islandi eða að ekki
verður sannað, að þau hafi verið notuð hér. Nú er hins veg-
ar rétt að leiða hugann að því, að í skrá H.P. vantar fjölmörg
nöfn, sem órækar heimildir eru um, að íslenzkir menn hafi
borið. Flest þeirra munu vera felld niður af ásettu ráði og
mörg hver sett í skrá um „aðskotanöfn“, en það mun merkja,
að H.P. telji þau ekki lögleg. Ef í hugtakið „íslenzkt manns-
nafn“ er lögð merkingin „nafn, sem sannanlega hefir verið
borið af íslenzkum ríkisborgara“, væri hér um veigamikinn
galla á aðalskránni að ræða. En það væri ósanngjarnt að
dæma skrá H.P. frá þessu sjónarmiði. Hann gerir ekki skrána
frá fræðilegu sjónarmiði, heldur hreintungusjónarmiði, þ. e.
hann tekur í aðalskrána þau nöfn, sem hann telur samrým-
ast mannanafnalögunum. Á það ber hins vegar að líta, að
túlka má lögin með misjöfnum strangleik. Þótt ég sé í aðal-
atriðum sammála sjónarmiði H.P., tel ég hann þó of strangan
eða öllu heldur óhyggilega strangan. Skal ég nú skýra mál-
stað minn með dæmum.
Abraham er talið aðskotanafn í bók H.P. og því ekki tek-
ið á aðalskrá. Segja má, að nafnið fylgi ekki alls kostar „lög-
um íslenzkrar tungu“. B er óeðlilegt í þessari stöðu miðað við
íslenzka stafsetningu, en ekki við framburð mikils hluta þjóð-
arinnar, því að pr er borið fram br í innstöðu um mikinn
hluta landsins, t. d. tepra [the:þra]. Nafnið er auk þess nú án
nefnifallsendingar, en slíkt er algengt um erlend mannanöfn,
eins og siðar verður vikið að. Legg ég ekki mikið upp úr því.
Á móti vegur svo, að nafnið er mjög gamalt í málinu. Það
atriði tel ég ávallt mjög mikilvægt. Nafnið Abraham er kunn-
ugt frá fyrri hluta 15. aldar. Það virðist þó alltaf hafa verið
sjaldgæft. Enginn nafnberi 1703, 3 árið 1855 og 1 árið 1910.
Adam er einnig talið aðskotanafn í bók H.P. Um þetta
nafn gegnir mjög svipuðu máli og nafnið Abraham. D í inn-