Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 197
Skímir
Samtíningur
195
10.
1 öðru bindi ritsafnsins „Damnarks gamle Folkeviser" birti Svend
Grundtvig danska sagnadansinn „Ungen Svejdal" (nr. 70 í safninu, bls.
238 o. áfr.), Þetta var milli 1853 og 1856 (þá kom út síðasta hefti bindis-
ins). Svend Grundtvig benti á það í inngangsorðum að kvæðinu, að fyrri
hluti þess væri skyldur að efni eddukvæðinu Grógaldri, en auk þess væri
það skylt Hjálmþérssögu og fornbrezkri sögu, sem vanalega er kölluð
„Kulhwch og 01wen“ eftir aðalpersónunum (í ritsafninu ,,Mabinogion“).
1 viðbæti við sama bindi sagnadansanna (bls. 667 o. áfr.) bendir Sophus
Bugge á, að síðari helmingur danska kvæðisins eigi sér nokkuð nána hlið-
stæðu í eddukvæðinu Fjölsvinnsmálum, og segi kvæðin Grógaldur og
Fjölsvinnsmál frá tveimur köflum sömu sögunnar. Kallar hann þessi kvæði
einu nafni Svipdagsmál, og svo hafa margir gert síðan. 1 þessvun sama
viðbæti leggur hann ýmislegt fleira til skýringar þessu efni; sama er að
segja um Svend Grundtvig, sem hnýtir þar við löngum kafla, sem fjallar
um samanburð þessara heimilda allra. Um Grógaldur og Fjölsvinnsmál
hefur annars mest ritað Hjalmar Falk (í Arkiv för nord. filologi, 9.—
10. bd.), og byggir hann yfirleitt á þeirri undirstöðu, sem þeir Grundtvig
og Bugge höfðu lagt.
Auðsær er skyldleiki þessara eddukvæða og dansins, og hafa ekki verið
bornar brigður á hann. Hér er ekki staður til að gera nánari athugun á
því efni, þó að vert væri; má vera, að ég geri það síðar.
Það er meinlegt, að Grógaldur og Fjölsvinnsmél eru aðeins varðveitt í
pappírshandritum, og hefur aldrei verið gerð rannsókn á þeim. Líklegt er,
að milli þeirra, sem Sophus Bugge hefur notað í útgáfu sinni, og skinn-
bókarinnar, sem þau munu í öndverðu komin af, séu margir milliliðir,
og má margt hafa gerzt á þeirri leið.
Fjölsvinnsmál taka ekki við beint af Grógaldri; milli þeirra er mikil
og háskasamleg ferð. Frá henni er ekki sagt beinlinis. Þetta er einkenni-
legt. Nú má hugsa sér, að það eða þau skáld, sem kvað eða kváðu kvæðin,
hafi gert ráð fyrir, að söguefnið væri kunnugt áheyrendum og hafi þvi
talið skaðlaust, að tekin væru tvö skeið í sögunni, þó að bil yrði á milli,
en raunar er ekki líklegt, að söguefnið hafi verið svo kunnugt. Sennilegra
er hitt, að sögð hafi verið ferðasagan í óbundnu máli, eða þá með vísum.
1 upphafi Fjölsvinnsmála er vísuhelmingur með frásögn af skáldsins hálfu,
og mætti láta sér detta í hug, að ferðasagan hefði verið í ljóðum, en þegar
þess er gætt, hve sjaldan hátturinn (ljóðaháttur) er hafður í hreinni frá-
sögn (ekki verulega fyrr en í Sólarljóðum), verður sú hugsun þó að teljast
mjög vafasöm.
Nú skal athuga, hvað um ferðina má ráða af Grógaldri og Fjölsvinns-
málum. Á Grógaldri má sjá, að sonurinn hefur orðið fyrir álögtnn stjúpu
sinnar, að hann skyldi ekki kyrr þola fyrr en hann hitti Menglöðu, sem á
Fjölsvinnsmálum má sjá að er mær ein, sem ræður sal i eða nærri Jötun-
heimum. Sonurinn vekur upp móður sína, þar sem hún liggur í kumbldys