Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 225
Skirnir
Ritfregnir
223
sama skeiði höfundarins. En mest er um jþað vert, að verkið var í öndverðu
unnið af slíkri alúð og ást á viðfangsefninu og þeirri stofnun, er það
fjallaði um, að um þá hlið þess varð ekki bætt siðar.
Ritið skiptist í sex kafla. 1 hinum fyrsta segir frá afnámi biskupsstóls
og skóla á Norðurlandi. Kennir þar mikillar þykkju í garð þeirra manna,
er fyrir þeim ráðstöfunum stóðu. Er það í rauninni ofur skiljanleg afstaða,
en ekki felli ég mig við skoðanir og málflutning höfundarins í öllum
greinum. Mér finnst ekki fullt samræmi milli ummælanna um ljóma,
skraut, auð fjár og menningu Hólastaðar annars vegar, en hins vegar nið-
urlægingu prentverksins, lítinn skörungsskap flestra biskupanna og marg-
víslegan ömurleika, er staðurinn var fallinn í. Liklega er hann fulldóm-
harður um biskupana. En á ýmislegt mætti benda því til stuðnings, að
„Hóladýrð" var frá upphafi vega hvergi nærri annmarkalaus, og allir eru
sammála um, að lítið hafi farið fyrir „dýrð“ staðarins síðustu öldina og
jafnvel lengur. Mér þykir því minn gamli skólameistari nokkuð harðorður
í garð Magnúsar Stephensens, sem að vísu bar höfuðábyrgð á því inn-
lendra manna, hvernig fór um Hólastað. Hér var vissulega ekki verið að
rifa upp með rótum tré, sem enn bar góðan ávöxt. Landshagir voru ekki
slíkir, að Magnúsi Stephensen verði láð, þótt hann vildi leiða þjóðina inn
á nýjar brautir. Eins og á stóð, var það heldur engin fjarstæða, að hyggi-
legri væri að búa sómasamlega að einum lærðum skóla en hafa tvo á ná-
strái. En undir hitt skal tekið með höfundi, að efndirnar á umbótatalinu
urðu raunalega litlar. Höfuðógæfa Norðlendinga í þessu máli var að minu
viti sú, að þeir höfðu ekki enn fengið nógu mikinn augastað á Akureyri
sem framtiðar-miðstöð fjórðungsins. Þær eru sannarlega viturlegar hug-
leiðingar Matthiasar Jochumssonar, sem tilfærðar eru á bls. 251 í „Norð-
lenzka skólanum", en e. t. v. er það ekki réttlát krafa, að menn gerðu sér
það sjónarmið ljóst um 1800: „Eða dylst menntuðum manni lengur, að hér
á Norðurlandi þurfi að vera höfuðbær? Er nútimamenntun möguleg án
bæja? Og svo: Er höfuðbær mögulegur án skóla og einhvers menntalifs?"
— Annars er við búið, að stúdentaskóli á Norðurlandi hefði um alllangt
skeið verið vonarpeningur, þótt reynt hefði verið að hressa upp á hann
upp úr aldamótunum 1800, svo mjög sem allur þróttur var úr þjóðinni
skekinn um þessar mundir. Til samanburðar má einnig benda á, hversu
allt skólahald var miklum örðugleikum bundið norðanlands á siðustu ára-
tugum 19. aldar. —• Hæpin þykja mér og ummæli höfundar um sölu stóls-
jarðanna (bls. 13—14), enda þótt viðurkennt sé, að hún hefði mátt fara
betur úr hendi, og rétt er, að hún varð ekki í bráð bændastéttinni og þar
með allri þjóðinni sú lyftistöng, er til var ætlazt. Skylt er að geta þess,
að höfundur léttir ekki allri sök af Norðlendingum sjálfum um það, hvern-
ig fór. Vist er og, að erfitt er að jafna niður þeirri sök, en mikilsvert
atriði er það, að nú hafa Norðlendingar fengið slíka uppreisn mála sinna,
að þeir ættu fremur nú en áður að geta horft beiskjulaust um öxl og lát-
ið fornar sakir niður falla. Hins vegar eiga sagnfræðingar vafalaust margt