Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 204
202
Ritfregnir
Skírnir
sögum Bókmenntafélagsins I. Inn á milli koma kaflar stuttir úr Davíðs-
sálmum. Glöggt og skipulega hefur dr. Róbert gengið frá textunum í riti
sínu, bls. 79—91, og er neðanmáls að finna tilvitnanir í Þorláks sögu og
jarteinir, þegar um líkingar þaðan er að ræða. Þar er að finna tíðirnar á
Þorláksmessu fyrir jól, brot af færanlegum liðum, proprium, messunnar,
brot af því, sem átti að nota við minningu biskupskjörs eða vígslu og tíðir
á Þorláksmessu á sumri. Að lokum kemur hymnasafn, þar sem eru hymn-
ar þeir, er nota þarf. 1 þessum hluta ritsins liggur geysimikil vinna og
vandlega unnin, þótt svo tækist til efst á bls. 83, að standi S. Thorlaci
Officia i stað Worttext und Kommentar, en það er saklaust. Vinnu þessa
hefur dr. Róbert ekki talið eftir, enda nauðsynleg, því að í textanum gæti
leynzt einhver ábending um aldur hans, þótt sú yrði reyndin, að ekki
væri séð.
Að þvi loknu eru Þorlákstíðir prentaðar eftir handriti dr. Róberts, bls.
94—122, þar sem hann hefur fært þær til nútímanótnasetningar. Er það
og mikið verk og mun meira en virzt gæti við fyrstu sýn. Einnig þetta
er unnið af hinni mestu vandvirkni.
Ritgerðin sjálf hefst á bls. 33 og lyktar á bls. 74. Það mundi mörgum
finnast stutt, en þetta hóf dr. Róberts er lofsvert. Hann lætur engar óþarf-
ar málalengingar koma fyrir. Framsetningin er ætíð skýr og ákveðin.
Aðalatriðin eru látin njóta sín, og neðanmálsathugasemdir eru hóflegar.
Það gæti margur tekið sér til fyrirmyndar og leitað til þessarar ritgerðar
til þess að fá leiðbeiningu um, hvernig haga eigi klassiskri framsetningu.
Dr. Róbert hefði auðvitað getað skrifað lengra mál, en hvað hefði verið
unnið við það? Að vísu hefði hann miðlað lesandanum meira af sínum
grundvallaða fróðleik, en gagnvart úrlausnarefninu hefði það ekki haft
þýðingu. Einmitt í þessu birtast ótvíræðir hæfileikar hans.
Fyrsti kaflinn er um handritið sjálft. Þar hafa nokkur ljón orðið á
vegi dr. Róberts. En hann kemst svo til óskaddaður undan þeim vegna
glöggskyggni og gætni. Það hefur þó fallið niður á bls. 35 að geta þess,
að G á bls. 39 í handritinu er skrifað með rauðu, og á bls. 33 er sagt í
efnisyfirliti, að Gregoríusbæn endi á bls. 34b í handritinu. Hún heldur
áfram á bls. 13, eins og ég hef sýnt fram á, og veitir það möguleika til þess
að gera sér hugmyndir um stærð og aldur saltarans, sem óefanlega er eldra
brotið i 241. Þorlákstíðir eru brot af yngra handriti. Og vafasamt er, að
þau hafi lent saman fyrr en á 17. öld. Um það vísast til tslenzkrar tungu.
Dr. Róbert gerir mjög rétta grein fyrir blaðaruglingi í Þorlákstíðum, en
það sýnir, að hann hefði getað lagt mjög margt til málanna gagnvart 241
í heild. Ástæðan fyrir því, að hann gerir það ekki, er sú, að það væri að
fara út fyrir svið sérrannsóknarinnar. Ef til vill hefði aldursákvörðun á
eldri hlutanum að sumra dómi skipt máli. Það er þó ekki svo, þar sem
hinar útlendu fyrirmyndir skammta tímann. Eftir 1328 geta Þorlákstíðir
fyrst orðið til. Því lætur dr. Róbert sér nægja að geta, að 241 er blendings-
handrit.