Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 209
Skimir
Ritfregnir
207
að sannfæra Dani og dönsk stjórnarvöld um siðferðilegan og sögulegan rétt
Islendinga í þessu máli. Um það hefir verið rætt og ritað svo margt á
Islandi, að óþarfi er í bókarfregn að minnast ítarlega á sögu þessa máls,
enda er það gert i þessari bók og með þeim ágætum, að manni verður á
að hugsa, að slík bók hefði átt að koma miklu fyrr. Hér er rakin saga
þessa máls, en um leið varpað skýru ljósi á allar aðstæður, sögu Islands
frá byrjun, menning þjóðarinnar og menntaþrá á öllum tímum, einnig
á mestu niðurlægingartímum.
Með siðaskiptunum hefst fátækt þjóðarinnar og siðar einokunarverzlun,
kaupþrælkun, valdboð, bænarskrár, eldgos og drepsóttir. Skúli Magnússon
telur, að 1703 hafi áttundi hver Islendingur veriS hreppsómagi éSa föru-
maSur. Og samt rita Islendingar og safna handritum, einnig á þessum
verstu tímum, þótt hungrið hafi sogið merginn úr þjóðinni.
1924 samþykkir neðri deild Alþingis áskorun til ríkisstjórnarinnar, sem
þeir höfðu borið fram Tryggvi Þórhallsson og Benedikt Sveinsson um að
gera ráðstafanir til, að Islandi væru afhent skjalagögn og handrit, sem
lánuð hefðu verið Árna Magnússyni eða hefðu lent með líkum hætti í
dönskum söfnum og stöfuðu frá íslenzkum stofnunum. Síðan halda fslend-
ingar áfram að endurtaka kröfur sínar. 1936 viðurkenna Danir siðferði-
legan rétt fslendinga, er þeim er boðið upp á að taka nokkum þátt í
stjórn Árnasafns. 1947 rita 49 lýðskólastjórar í Danmörku opið bréf til
ríkisstjómar og rikisþings með fyrirsögninni: „Giv Island sine skatte til-
bage“. 1957 rita 178 lýðháskólamenn og konur enn á ný dönsku rikis-
stjóminni og þjóðþinginu og styðja málaleitun fslendinga. En þessi ár
hafði Bjarni M. Gíslason rithöfundur með bók sinni „De islandske hánd-
skrifter stadig aktuelle“ 1954 (2. útg. 1957) og með fyrirlestrum sinum
og blaðagreinum unnið málinu mikið fylgi í Danmörku, sömuleiðis Jörgen
Bukdahl rithöfundur o. fl. Árið 1957 var komið á fót nefnd i Danmörku
til að vinna að framgangi málsins. Em þeirra á meðal mikilsmegandi
menn (undir forystu Bents A. Kochs, ritstjóra „Kristilegs dagblaðs"), og
hafa þeir komið fram með áskoranir til dönsku stjórnarinnar um lausn
málsins. Þessar tillögur eru mjög vinsamlegar í garð fslendinga, og þó
að æskilegt sé að breyta þeim lítils háttar, hefir handritanefnd sú, er nú
starfar og skipuð var samkvæmt þingsályktun ll.maí 1959, samþykkt
fyrir sitt leyti þessar dönsku tillögur. Formaður handritanefndarinnar er
einmitt Einar Ól. Sveinsson, höfundur þeirrar bókar, er hér um ræðir.
Af þessu má sjá, að handritamálinu hefir miðað nokkuð í rétta átt, og
er nú beðið eftir þingkosningum í Danmörku til þess, að frekar verði
hafzt að.
Bók þessari er skipt í 7 kafla. Fyrsti kafli nefnist: fslenzk endurreisn.
Forngripir. Annar kafli: Saga handritamálsins. Þriðji kafli: íslenzka þjóð-
in í fornöld og bókmenntir hennar. Fjórði kafli: íslenzk handrit og varð-
veizla þeirra fyrrum. Fimmti kafli: Þjóðarhagir á 17. og 18. öld. Hand-