Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 170
168
Jacqueline Simpson
Skírnir
son) mælti þar um; ok er mér óskapfellt at veita Þorgrími, en
svívirSa orS fgSur várs ok hann sjálfan ok alla oss sonu hans.
Þessi berorða fordæming á griðrofum Þorgríms felur í sér for-
dæmingu á viðhorfi Guðrúnar. Það er ckki í andstöðu við áform
höfundar, að sýna biturt stolt hennar, heldur því til stuðnings.
Persónurnar í GuSmundar sögu dýra hafa margbrotna
skapgerð, en eftir venjulegu mati eru þær ekki sjálfum sér
ósamkvæmar. Bæði vinir og óvinir Guðmundar eru búnir
eðlilegum kostum og göllum, og allmargir þeirra bera vott
um þá baráttu milli heiðinna og kristinna hugsjóna, sem er
svo áberandi hjá fólki þessa tímabils.19) Hin sérstaka kristna
hetjulund andspænis dauðanum, sem Hákon og Arnþrúðar-
synir sýna, er ekki ósamrýmanleg fyrri ofsa þeirra. Meira að
segja hafði Hákon áður sýnt kristnar tilfinningar í viðskipt-
um sínum við Ögmund sneis. Svo margbrotnir skapgerðar-
eiginleikar bera vott um raunsæi höfundar og sannleiksást,
og einnig ef til vill um hugsun hans um samtímaáheyrendur.
Það er röksemdafærsla, sem engri átt nær, að gera ráð fyrir,
að höfundurinn ætlaði sér að gera persónur sögunnar ein-
faldari, þannig að annars vegar væri allt svart og hins vegar
allt hvítt, og halda þvi svo fram, að úr því að þessu sé ekki
þannig varið, hljóti sagan að vera ófullgerð.
Þannig bendir bygging sögunnar og persónulýsingar henn-
ar til þess, að um aðeins einn höfund sé að ræða, og nákvæm
athugun á stíl hennar styður þessa skoðun líka eindregið.
Fyrri fræðimenn gengu að því vísu, að sagan væri verk eins
manns, og ýmsir þeirra tóku eftir því, að hægt var að greina
persónuleika hans í verkinu. Rudolf Meissner og Finnur Jóns-
son héldu, að höfundurinn væri kirkjunnar maður Sá síðar-
nefndi tók eftir friðsemi hans, smekk fyrir biturt háð og til-
hneigingu til að láta í ljós sínar eigin skoðanir um viðburði
þá, sem hann sagði frá.20) Þessir fræðimenn taka stílinn ekki
19) Sjá Einar Ól. Sveinsson, Sturlungaöld, Reykjavík 1940, bls. 135—37.
20) Rudolf Meissner, Die Strengleikar. Ein Beitrag zur Geschichte der
altnordischen Prosa-Litteratur, Halle 1902, bls. 55—6; Finnur Jónsson,
Den oldnorske og oldislandske Litteraturs Historie, Kaupmannahöfn 1920
—24, II, bls. 257.