Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 97
Skírnir
Séra Ólafur á Söndum
95
Ara, því aS fyrri kona hans, Þórunn Björnsdóttir, var all-
mikið skyld honum,1) og Ragnheiður, síðari kona Sveins, og
Ari voru bræðrabörn.2)
Þegar kaupmáli þeirra Sveins og Ragnheiðar var gerður að
Núpi 14. sept. 1600,3) var Ari giftingarmaður frænku sinn-
ar, en ásamt öðrum voru séra Jón Styrkársson og séra Ölafur
á Söndum vottar.
Þá má einnig benda á, að séra Jón Erlendsson var eitt sinn
heimilisprestur Magnúsar prúða og kvæntur Önnu, systur
Þórunnar, fyrri konu séra Sveins prófasts.
Sem kunnugt er var annar sonur þeirra Ragnheiðar og séra
Sveins meistari Brynjólfur hiskup.
Það er því ekki undrunarefni, þó að Brynjólfur hafi þekkt
skáldskap séra Ölafs og jafnvel í æsku lært margt af skáld-
skap hans. Ef til vill hefir hann, drenghnokki vestur í Dýra-
firði, lært iðrunarsálma þá, er hann síðar lét syngja fyrir sig
á banasænginni.4)
Þegar sonur Ragnheiðar af fyrra hjónabandi, Jón Gissurar-
son fræðimaður, kvæntist Þóru Ólafsdóttur úr Hjarðardal,
var séra Ólafur einn af brúðkaupsprestunum.5) Þóra hafði
áður verið gift Birni Þorvaldssyni frá Æsustöðum, og þegar
hann dó, orti séra Ölafur erfiljóð um hann fyrir Þóru. Kvæð-
ið er 16 vísur og ort undir nafni Þóru. Það er bæn til guðs
og vissa fyrir því, að óþarfi sé að vera hryggur og sorgmædd-
ur, ef menn þekki guð. Kvæðið er mjög ljóðrænt og innilegt
á köflum. Þar er þetta:
1 himininn, bið ég, þú heyrir það,
af hjarta ég til þín kalla,
reynstu mér vinur i vinar stað
x) Þórunn var laundóttir Björns Hannessonar, svo að hún og Ari i Ögri
voru bræðrabörn.
2) Ragnheiður var dóttir Staðarhóls-Páls, svo að hún og Ari voru einn-
ig bræðraböm.
3) Ævir lærðra manna, 57. bindi.
4) Sbr. Biskupasögur Jóns Halldórssonar, útg. i Reykjavík 1911—1915,
II, 370 og 373.
B) Ævir lærðra manna, 57. bindi.